Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið
Fréttir 18. febrúar 2015

Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.

Vorið 2014 voru Græn skref Reykjavíkurborgar aðlöguð ríkisrekstri og tóku 12 stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þátt í að þróa verkefnið, þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands. Markmið verkefnisins eru meðal annars að starfsemi ríkisins verði umhverfisvænni, dregið verði úr rekstrarkostnaði og að vellíðan og starfsumhverfi starfsmanna aukist. Náttúrufræðistofnun Íslands er meðal fyrstu stofnana ríkisins í að hefja aðlögun starfseminnar að þessum markmiðum og stefnir að ljúka innleiðingu á árinu. Þeir þættir sem horft er til við innleiðingu Grænna skrefa eru sex talsins:


• innkaup
• miðlun og stjórnun
• fundir og viðburði
• flokkun og minni sóun
• rafmagn og húshitun
• samgöngur

Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...