Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Mynd / MHH
Fréttir 5. janúar 2015

Nafnspjaldamyndir af öllum kindum búsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er mikil áhugamanneskja um kindur enda ólst ég upp í sveit og hef alltaf haft gaman af kindum,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, bóndi á Möðruvöllum 3 í Hörgárdal.

„Ég hef líka mjög gaman af að taka myndir. Ég er búin að taka svona nafnspjaldamyndir af kindum síðan 2007, allt til gamans gert. Ég tek t.d. myndir af öllum lömbunum áður en þau fara á fjall. Það fóru 254 lömb á fjall síðasta sumar og ég átti myndir af þeim öllum. Ég hef líka tekið myndir af lömbum á vorin og aftur á haustin til að gera samanburð.“

Birgitta býr á Möðruvöllum 3 ásamt Þórði Gunnari Sigurjónssyni, manni sínum, og börnum þeirra. Bróðir Þórðar, Sigmundur Sigurjónsson, er meðeigandi, hann býr á Akureyri. Á búinu eru 243 kindur, sem Birgitta myndar í bak og fyrir og setur á spjöld. Skemmtilegt framtak, sem vekur alltaf mikla athygli gesta sem koma í heimsókn til fjölskyldunnar á Möðruvöllum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...