Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna
Mynd / HKr.
Fréttir 16. desember 2016

Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands og Landsmót ehf. eru framleiðendur myndbanda um hross Landsmóta hestamanna árin 2014 og 2016 sem nú eru aðgengileg fyrir áskrifendur WorldFengs, sem er skýrsluhaldsforritið í hrossarækt.

Kynningarmyndband um þessa framleiðslu má sjá hér.

Öll kynbótahross mótanna eru sýnd í myndböndunum og má því segja að þar séu öll bestu ræktunarhross landsins saman komin. WorldFengur og Landsmót ehf. hafa nú ákveðið að bjóða fólki að kaupa gjafabréf með þessum myndböndum fyrir jólin. Þannig verði hægt að gefa áskrifendum WorldFengs (bundið við þá) ársáskrift að LM myndböndum. Gjafabréf yrði þá útbúið á nafn og notandanafn sem mætti skella í jólapakkann og myndi þá aðgangurinn að myndböndunum opnast að kvöldi aðgangadags jóla sjálfkrafa í WorldFeng.

Gjafabréf skal keypt hjá Bændasamtökum Íslands eigi síðar en að loknum vinnudegi 22. desember. Frekari upplýsingar er að fá í síma 563-0300 eða í gegnum netfangið tolvudeild@bondi.is.

Verð er 4.900 krónur með virðisaukaskatti. Athugið að gefa þarf upp nafn og kennitölu þess sem á að fá gjafabréfið og að viðkomandi þarf að vera áskrifandi að WorldFeng.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f