Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna
Mynd / HKr.
Fréttir 16. desember 2016

Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands og Landsmót ehf. eru framleiðendur myndbanda um hross Landsmóta hestamanna árin 2014 og 2016 sem nú eru aðgengileg fyrir áskrifendur WorldFengs, sem er skýrsluhaldsforritið í hrossarækt.

Kynningarmyndband um þessa framleiðslu má sjá hér.

Öll kynbótahross mótanna eru sýnd í myndböndunum og má því segja að þar séu öll bestu ræktunarhross landsins saman komin. WorldFengur og Landsmót ehf. hafa nú ákveðið að bjóða fólki að kaupa gjafabréf með þessum myndböndum fyrir jólin. Þannig verði hægt að gefa áskrifendum WorldFengs (bundið við þá) ársáskrift að LM myndböndum. Gjafabréf yrði þá útbúið á nafn og notandanafn sem mætti skella í jólapakkann og myndi þá aðgangurinn að myndböndunum opnast að kvöldi aðgangadags jóla sjálfkrafa í WorldFeng.

Gjafabréf skal keypt hjá Bændasamtökum Íslands eigi síðar en að loknum vinnudegi 22. desember. Frekari upplýsingar er að fá í síma 563-0300 eða í gegnum netfangið tolvudeild@bondi.is.

Verð er 4.900 krónur með virðisaukaskatti. Athugið að gefa þarf upp nafn og kennitölu þess sem á að fá gjafabréfið og að viðkomandi þarf að vera áskrifandi að WorldFeng.

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...