Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna
Mynd / HKr.
Fréttir 16. desember 2016

Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands og Landsmót ehf. eru framleiðendur myndbanda um hross Landsmóta hestamanna árin 2014 og 2016 sem nú eru aðgengileg fyrir áskrifendur WorldFengs, sem er skýrsluhaldsforritið í hrossarækt.

Kynningarmyndband um þessa framleiðslu má sjá hér.

Öll kynbótahross mótanna eru sýnd í myndböndunum og má því segja að þar séu öll bestu ræktunarhross landsins saman komin. WorldFengur og Landsmót ehf. hafa nú ákveðið að bjóða fólki að kaupa gjafabréf með þessum myndböndum fyrir jólin. Þannig verði hægt að gefa áskrifendum WorldFengs (bundið við þá) ársáskrift að LM myndböndum. Gjafabréf yrði þá útbúið á nafn og notandanafn sem mætti skella í jólapakkann og myndi þá aðgangurinn að myndböndunum opnast að kvöldi aðgangadags jóla sjálfkrafa í WorldFeng.

Gjafabréf skal keypt hjá Bændasamtökum Íslands eigi síðar en að loknum vinnudegi 22. desember. Frekari upplýsingar er að fá í síma 563-0300 eða í gegnum netfangið tolvudeild@bondi.is.

Verð er 4.900 krónur með virðisaukaskatti. Athugið að gefa þarf upp nafn og kennitölu þess sem á að fá gjafabréfið og að viðkomandi þarf að vera áskrifandi að WorldFeng.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...