Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matvælaráðherrar Norðurlanda funduðu dagana 26. og 27. júní á Íslandi. Þar ræddu þeir meðal annars þróun norræna lífhagkerfisins.
Matvælaráðherrar Norðurlanda funduðu dagana 26. og 27. júní á Íslandi. Þar ræddu þeir meðal annars þróun norræna lífhagkerfisins.
Mynd / norden.org
Fréttir 1. júlí 2014

Mörg tækifæri í samstarfi um lífhagkerfi á Norðurlöndum

Á fundi sínum í maí síðastliðnum hvöttu forsætisráðherrar Norðurlanda til þess að samstarf Norðurlanda um lífhagkerfið yrði eflt. Matvælaráðherrar Norðurlanda funduðu 26. júní sl. og fylgdu málinu eftir. Aukin áhersla á hringrásarhagkerfi getur hvort tveggja hlíft umhverfinu og stuðlað að byggðaþróun og sköpun grænna starfa. Í nýútgefinni skýrslu er bent á að mikil tækifæri séu á sviði lífhagkerfis á Norðurlöndum.

Matvælaráðherrar Norðurlanda funduðu dagana 26. og 27. júní á Íslandi. Þar ræddu þeir meðal annars þróun norræna lífhagkerfisins.

Auðlindir heimsins eru takmarkaðar og vaxandi áhersla er lögð á svokallað hringrásarhagkerfi og lífhagkerfið. Þetta eru tvö sjónarhorn á auðlindir jarðar, annars vegar er einblínt á að draga úr sóun auðlinda og hins vegar að stuðla að því að hagkerfi heimsins geti með hjálp rannsókna og nýsköpunar skipt út jarðefnum og í staðinn byggt á lífrænum grunni.

Norræna ráðherranefndin/NordForsk mun þannig innan skamms kynna niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á áhrifum loftslagsbreytinganna á frumatvinnugreinar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að breytingar á loftslaginu skapi norrænu löndunum ýmis ný tækifæri. Jafnframt er tekið fram að það geri ákveðnar kröfur til landanna ef þróunin eigi að byggja á sjálfbærum grundvelli.

Greining á tækifærum

Hugmyndin um lífhagkerfið er viðbrögð við alþjóðlegum vanda. En tækifærin, úrlausnarefnin og rammar lífhagkerfisins eru svæðisbundnir. Í því sambandi bendir Norræna ráðherranefndin á þörfina á að kortleggja tækifærin sem felast í auknu norrænu samstarfi um lífhagkerfið og kanna möguleika á að mynda nýjar, sjálfbærar virðiskeðjur. Lagðar eru til grundvallar auðlindir af landi, úr skógi og vatni og möguleikar á að þróa betri lausnir í tengslum við mat, efnivið, vefnaðarvöru, plast, lyf og margt fleira.

„Ýmislegt sem unnið er að á norrænum vettvangi nýtist í tengslum við nýja lífhagkerfið og Norðurlöndin eru í sameiningu í góðri aðstöðu til að leggja af mörkum til samfélags sem byggir á lífrænum grunni,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, í tengslum við ráðherrafundinn á Íslandi.

„En til þess að skapa sem bestan grundvöll fyrir áframhaldandi starfi hefur Norrænu ráðherranefndin beðið skrifstofu ráðherranefndarinnar um að kanna hvort hægt sé að gera víðtækari athugun á þessu sviði. Hún gæti falist í greiningu af sama tagi og Stoltenberg-skýrslan á sviði utanríkismála eða Könberg-skýrslan á sviði heilbrigðismála, sem annars vegar athugar lífhagkerfið í sjálfu sér og hins vegar kannar hvaða tækifæri eru til samstarfs norrænu landanna á þessu sviði,“ segir Høybråten ennfremur.

Ráðgjafahópur um lífhagkerfi getur aukið áhrif Norðurlanda

Nýlega hleypti Norræna ráðherranefndin undir formennsku Íslendinga af stokkunum lífhagskerfisáætlun sem nefnist NordBio. Í tengslum við hana á meðal annars að beina sjónum að nýsköpun á sviði matvæla í lífhagkerfinu og að skógariðnaði og sjávarútvegi.

Verkefni á borð við NordBio taka því yfir breitt starfssvið og líta ber á þau sem lið í samsvarandi starfi sem unnið er á Norðurlöndum og í Evrópu. Um það bil 22 milljónir manna í Evrópusambandinu vinna í geirum sem í sameiningu mynda lífhagkerfið, þannig að það eru mörg störf og miklir fjármunir í húfi.

„Við viljum líka gjarnan auka áhrif Norðurlanda í Evrópu og á heimsvísu í tengslum við þróun samfélags sem byggir á lífrænum grunni. Þess vegna hefur formennska Íslendinga lagt til við Norrænu ráðherranefndina/MR-FJLS að komið verði á fót norrænum ráðgjafahópi um lífhagkerfið.

Hópurinn á að stuðla að því að svæðisbundnar lausnir á Norðurlöndum og nærsvæðum, þar á meðal norðurskautssvæðinu og Eystrasaltssvæðinu, fái aukna athygli og þar með að því að styrkja stöðu Norðurlanda gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum,“ segir Dagfinn Høybråten.

Málið verður kynnt fyrir ráðherrunum síðar á árinu og ef af stofnun sérfræðingahópsins verður á hann að fylgja eftir kortlagningunni sem lögð hefur verið til og stuðla að sjálfbærri þróun norræna lífhagkerfisins með greiningu, umræðum og tillögum.

Byggðaþróun

Eitt markmið sem öll þessi verkefni eiga sameiginlegt er að þau eiga að efla tækifæri til sjálfbærrar, staðbundinnar þróunar atvinnulífs alls staðar á Norðurlöndum með því að leggja aukna áherslu á fjárfestingu í þeim tækifærum sem búa í byggðum til sjávar og sveita.

„Lífhagkerfið er byggðaþróun í alþjóðavæddum heimi.  Með betri nýtingu náttúruauðlinda sem byggir á nýrri hugsun getum við bæði búið til græn störf og eflt atvinnulíf byggða alls staðar á Norðurlöndum, segir Dagfinn Høybråten,“ framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

„Stór hluti af þeim tækifærum sem búa í lífhagkerfinu felst einmitt í því að skapa og bæta virðiskeðjur í atvinnulífi byggðanna og það eru verðmæti sem ekki þarf að flytja um langan veg til miðlægra framleiðslueininga eða útvista til fjarlægra landa,“ segir Høybråten að lokum.

/www.norden.org

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...