Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunar Matís, og Jón Axel Pétursson,
framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs MS undirrita samstarfssamning fyrirtækjanna tveggja.
Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunar Matís, og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs MS undirrita samstarfssamning fyrirtækjanna tveggja.
Fréttir 23. janúar 2015

Mjólkursamsalan og Matís í samstarf um rannsóknir á skyri og mysu

Höfundur: smh

Þann 21. janúar sl. undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar (MS) og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu.

Í tilkynningu frá Matís kemur fram að mikil verðmæti reynist í skyrinu og íslenska skyrgerlinum. Haft er eftir Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS að jákvæð þróun í sölu á skyri á Norðurlöndum sýni það.  „Salan á síðasta ári þar jókst um 85% og er nú í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn. Að fá aðgang að því hæfa og góða fagfólki í vísindum og rannsóknum sem vinnur hjá Matís er því mjög verðmætt fyrir okkur og við bindum miklar vonir til framtíðar um þetta samstarf okkar. Enn fremur ætlum við í sameiningu að rannsaka betur eiginleika mysunnar og með hvaða hætti unnt er að gera meiri verðmæti úr henni heldur en gert er í dag,“ segir Jón Axel.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...