Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunar Matís, og Jón Axel Pétursson,
framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs MS undirrita samstarfssamning fyrirtækjanna tveggja.
Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunar Matís, og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs MS undirrita samstarfssamning fyrirtækjanna tveggja.
Fréttir 23. janúar 2015

Mjólkursamsalan og Matís í samstarf um rannsóknir á skyri og mysu

Höfundur: smh

Þann 21. janúar sl. undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar (MS) og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu.

Í tilkynningu frá Matís kemur fram að mikil verðmæti reynist í skyrinu og íslenska skyrgerlinum. Haft er eftir Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS að jákvæð þróun í sölu á skyri á Norðurlöndum sýni það.  „Salan á síðasta ári þar jókst um 85% og er nú í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn. Að fá aðgang að því hæfa og góða fagfólki í vísindum og rannsóknum sem vinnur hjá Matís er því mjög verðmætt fyrir okkur og við bindum miklar vonir til framtíðar um þetta samstarf okkar. Enn fremur ætlum við í sameiningu að rannsaka betur eiginleika mysunnar og með hvaða hætti unnt er að gera meiri verðmæti úr henni heldur en gert er í dag,“ segir Jón Axel.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.