Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastofnun innleiðir nýja búvörusamninga
Fréttir 29. desember 2016

Matvælastofnun innleiðir nýja búvörusamninga

Höfundur: smh

Sem kunnugt er taka nýir búvörusamningar gildi um áramót. Matvælastofnun hefur umsjón með stuðningsgreiðslum til bænda og hefur á undanförnum mánuðum unnið að innleiðingu samninganna.

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem farið er verklagið við stuðningsgreiðslurnar, en nýjar reglugerðir í tengslum við samningana munu einnig taka gildi frá og með næstu áramótum.

Stjórnartíðindi hafa birt reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á næstunni muni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.

„Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar hefur unnið að innleiðingu á nýju búvörusamningunum á síðustu mánuðum til að tryggja hnökralausa framkvæmd þeirra á nýju ári. Þann 2. janúar 2017 koma til fyrstu stuðningsgreiðslurnar, (beingreiðslur í mjólk og gripagreiðslur til kúabænda) í samræmi við nýju samningana.

 
Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. skil á haustskýrslu (forðagæslu) og þátttaka í afurðaskýrsluhaldi, þ.m.t. kúabænda í kjötframleiðslu. Í HUPPU, skýrsluhaldskerfi BÍ í nautgriparækt, hefur verið útbúin sérstök mánðarleg skýrsluskil fyrir kjötframleiðendur sem eru ekki í mjólkurframleiðslu og ekki þiggjendur beingreiðslna í mjólk. Þeir bændur sem eru ekki nú þegar þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi (í mjólk og kjötframleiðslu) þurfa að ganga frá sérstöku eyðublaði á þjónustugátt Matvælastofnunar (www.mast.is) eigi síðar en 28. desember nk. Matvælastofnun tekur gildar tilkynningar sem hafa borist til RML innan þessara tímamarka og RML áframsendir til stofnunarinnar.
 
Rétt er að vekja athygli á því að bændur sem hafa verið þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi í mjólk með fullnægjandi skilum, hafa skilað haustskýrslu á réttum tíma og hafa fylgt reglum um einstaklingsmerkingar skv. reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 ættu ekki að finna fyrir auknum kröfum með nýjum búvörusamningum,“ segir í tilkynningunni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...