Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælastofnun innleiðir nýja búvörusamninga
Fréttir 29. desember 2016

Matvælastofnun innleiðir nýja búvörusamninga

Höfundur: smh

Sem kunnugt er taka nýir búvörusamningar gildi um áramót. Matvælastofnun hefur umsjón með stuðningsgreiðslum til bænda og hefur á undanförnum mánuðum unnið að innleiðingu samninganna.

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem farið er verklagið við stuðningsgreiðslurnar, en nýjar reglugerðir í tengslum við samningana munu einnig taka gildi frá og með næstu áramótum.

Stjórnartíðindi hafa birt reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á næstunni muni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.

„Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar hefur unnið að innleiðingu á nýju búvörusamningunum á síðustu mánuðum til að tryggja hnökralausa framkvæmd þeirra á nýju ári. Þann 2. janúar 2017 koma til fyrstu stuðningsgreiðslurnar, (beingreiðslur í mjólk og gripagreiðslur til kúabænda) í samræmi við nýju samningana.

 
Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. skil á haustskýrslu (forðagæslu) og þátttaka í afurðaskýrsluhaldi, þ.m.t. kúabænda í kjötframleiðslu. Í HUPPU, skýrsluhaldskerfi BÍ í nautgriparækt, hefur verið útbúin sérstök mánðarleg skýrsluskil fyrir kjötframleiðendur sem eru ekki í mjólkurframleiðslu og ekki þiggjendur beingreiðslna í mjólk. Þeir bændur sem eru ekki nú þegar þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi (í mjólk og kjötframleiðslu) þurfa að ganga frá sérstöku eyðublaði á þjónustugátt Matvælastofnunar (www.mast.is) eigi síðar en 28. desember nk. Matvælastofnun tekur gildar tilkynningar sem hafa borist til RML innan þessara tímamarka og RML áframsendir til stofnunarinnar.
 
Rétt er að vekja athygli á því að bændur sem hafa verið þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi í mjólk með fullnægjandi skilum, hafa skilað haustskýrslu á réttum tíma og hafa fylgt reglum um einstaklingsmerkingar skv. reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 ættu ekki að finna fyrir auknum kröfum með nýjum búvörusamningum,“ segir í tilkynningunni.

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...