Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matvælastofnun innleiðir nýja búvörusamninga
Fréttir 29. desember 2016

Matvælastofnun innleiðir nýja búvörusamninga

Höfundur: smh

Sem kunnugt er taka nýir búvörusamningar gildi um áramót. Matvælastofnun hefur umsjón með stuðningsgreiðslum til bænda og hefur á undanförnum mánuðum unnið að innleiðingu samninganna.

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem farið er verklagið við stuðningsgreiðslurnar, en nýjar reglugerðir í tengslum við samningana munu einnig taka gildi frá og með næstu áramótum.

Stjórnartíðindi hafa birt reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á næstunni muni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.

„Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar hefur unnið að innleiðingu á nýju búvörusamningunum á síðustu mánuðum til að tryggja hnökralausa framkvæmd þeirra á nýju ári. Þann 2. janúar 2017 koma til fyrstu stuðningsgreiðslurnar, (beingreiðslur í mjólk og gripagreiðslur til kúabænda) í samræmi við nýju samningana.

 
Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. skil á haustskýrslu (forðagæslu) og þátttaka í afurðaskýrsluhaldi, þ.m.t. kúabænda í kjötframleiðslu. Í HUPPU, skýrsluhaldskerfi BÍ í nautgriparækt, hefur verið útbúin sérstök mánðarleg skýrsluskil fyrir kjötframleiðendur sem eru ekki í mjólkurframleiðslu og ekki þiggjendur beingreiðslna í mjólk. Þeir bændur sem eru ekki nú þegar þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi (í mjólk og kjötframleiðslu) þurfa að ganga frá sérstöku eyðublaði á þjónustugátt Matvælastofnunar (www.mast.is) eigi síðar en 28. desember nk. Matvælastofnun tekur gildar tilkynningar sem hafa borist til RML innan þessara tímamarka og RML áframsendir til stofnunarinnar.
 
Rétt er að vekja athygli á því að bændur sem hafa verið þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi í mjólk með fullnægjandi skilum, hafa skilað haustskýrslu á réttum tíma og hafa fylgt reglum um einstaklingsmerkingar skv. reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 ættu ekki að finna fyrir auknum kröfum með nýjum búvörusamningum,“ segir í tilkynningunni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f