Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 3. júlí 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýrri samanburðar-könnun Eurostat á verð á neysluvörum innan Evrópu­landa er Ísland enn með lægsta neysluverð af öllum Norðurlöndunum eins og í síðustu könnunum stofnunarinnar. Það á bæði við hvað varðar meðaltal allra neysluvara og þjónustu og eins neysluvara fyrir utan áfengi.

Í könnuninni, sem gerð var fyrir síðasta ár og birt var 19. júní, kemur fram að mikill munur er á verðlagi á milli ríkja innan Evrópusambandsins. Þá eru sex ESB-þjóðir með hærra neysluverð en Ísland, en sex ESB-þjóðir til viðbótar eru með svipað verð og þekkist á Ísland og tvær Evrópuþjóðir utan ESB eru með umtalsvert hærra verð. Þá er verið að tala um margvíslegar vörur og ýmsa þjónustu, en á þeim lista voru tekin fyrir 2.400 þættir í vöru og þjónustu. Þar eru matvörur, fatnaður, raftæki af öllum toga, m.a. myndavélar, bílar, mótorhjól, varahlutir, viðgerðarþjónusta á farartækjum, eldsneyti, áfengi sem og verðlag á veitingastöðum og hótelum. Í þessari könnun var þó ekki tekið inn í dæmið verðlag á opinberri þjónustu eins og á skólakostnaði og heilbrigðisþjónustu. Er þetta gert í samstarfi Eurostat og OECD. Þar er Ísland með 12 prósentustigum hærra verð en meðaltal 28 ESB-þjóða, sem er með vísitöluna 100.

Danmörk með hæsta verðlag ESB-þjóða

Langhæst er verðlagið í ESB-löndunum í Danmörku eða 140% sem er 40 prósentustigum fyrir ofan meðaltal. Þá kemur Svíþjóð með 130%, Finnland með 123%, Lúxemborg er líka með 123%, Írland með 118% og Bretland er með 114%. Í kjölfarið kemur svo Holland með 110%, Frakkland með 109%, Belgía með 109%, Austurríki með 107%, Ítalía með 103% og Þýskaland með 102%. Spánn er þarna rétt neðan við meðaltalið eða með 95%. Í þessum löndum er yfirgnæfandi fjöldi íbúa Evrópusambandsins.

Lægsta verðlagið er í Austur- Evrópu

Þau lönd sem draga hlutfallslega meðaltalið niður í tölum Eurostat eru öll í Austur- og Suður- Evrópu og vega í raun mun minna í heildarneyslunni. Þar sker Búlgaría sig úr með vísitöluna 48%, eða 52 prósentustigum fyrir neðan meðaltal 28 ESB-ríkja. Síðan kemur Rúmenía með 57%, Ungverjaland með 60% og Slóvenía, Lettland og Tékkland eru með 71% hver þjóð.

Hæsta verðlagið er í Sviss og í Noregi

Hæsta verðlagið í Evrópu samkvæmt könnun Eurostat er að finna í velmegunarlöndunum Sviss og Noregi. Í Sviss er það 156% miðað við meðaltal ESB og í Noregi er það 155%. Í báðum þessum löndum hefur verið töluverð þensla. Reyndar hefur þenslan verið svo mikil í Noregi að þar eru menn farnir að hafa talsverðar áhyggjur af alvarlegu bakslagi.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...