Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 3. júlí 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýrri samanburðar-könnun Eurostat á verð á neysluvörum innan Evrópu­landa er Ísland enn með lægsta neysluverð af öllum Norðurlöndunum eins og í síðustu könnunum stofnunarinnar. Það á bæði við hvað varðar meðaltal allra neysluvara og þjónustu og eins neysluvara fyrir utan áfengi.

Í könnuninni, sem gerð var fyrir síðasta ár og birt var 19. júní, kemur fram að mikill munur er á verðlagi á milli ríkja innan Evrópusambandsins. Þá eru sex ESB-þjóðir með hærra neysluverð en Ísland, en sex ESB-þjóðir til viðbótar eru með svipað verð og þekkist á Ísland og tvær Evrópuþjóðir utan ESB eru með umtalsvert hærra verð. Þá er verið að tala um margvíslegar vörur og ýmsa þjónustu, en á þeim lista voru tekin fyrir 2.400 þættir í vöru og þjónustu. Þar eru matvörur, fatnaður, raftæki af öllum toga, m.a. myndavélar, bílar, mótorhjól, varahlutir, viðgerðarþjónusta á farartækjum, eldsneyti, áfengi sem og verðlag á veitingastöðum og hótelum. Í þessari könnun var þó ekki tekið inn í dæmið verðlag á opinberri þjónustu eins og á skólakostnaði og heilbrigðisþjónustu. Er þetta gert í samstarfi Eurostat og OECD. Þar er Ísland með 12 prósentustigum hærra verð en meðaltal 28 ESB-þjóða, sem er með vísitöluna 100.

Danmörk með hæsta verðlag ESB-þjóða

Langhæst er verðlagið í ESB-löndunum í Danmörku eða 140% sem er 40 prósentustigum fyrir ofan meðaltal. Þá kemur Svíþjóð með 130%, Finnland með 123%, Lúxemborg er líka með 123%, Írland með 118% og Bretland er með 114%. Í kjölfarið kemur svo Holland með 110%, Frakkland með 109%, Belgía með 109%, Austurríki með 107%, Ítalía með 103% og Þýskaland með 102%. Spánn er þarna rétt neðan við meðaltalið eða með 95%. Í þessum löndum er yfirgnæfandi fjöldi íbúa Evrópusambandsins.

Lægsta verðlagið er í Austur- Evrópu

Þau lönd sem draga hlutfallslega meðaltalið niður í tölum Eurostat eru öll í Austur- og Suður- Evrópu og vega í raun mun minna í heildarneyslunni. Þar sker Búlgaría sig úr með vísitöluna 48%, eða 52 prósentustigum fyrir neðan meðaltal 28 ESB-ríkja. Síðan kemur Rúmenía með 57%, Ungverjaland með 60% og Slóvenía, Lettland og Tékkland eru með 71% hver þjóð.

Hæsta verðlagið er í Sviss og í Noregi

Hæsta verðlagið í Evrópu samkvæmt könnun Eurostat er að finna í velmegunarlöndunum Sviss og Noregi. Í Sviss er það 156% miðað við meðaltal ESB og í Noregi er það 155%. Í báðum þessum löndum hefur verið töluverð þensla. Reyndar hefur þenslan verið svo mikil í Noregi að þar eru menn farnir að hafa talsverðar áhyggjur af alvarlegu bakslagi.

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...