Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. október 2016

Matarsmiðja sett upp hjá BioPol

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
BioPol ehf. á Skagaströnd ætlar að setja upp matarsmiðju sem starfrækt verður í tengslum við rannsóknarstofu félagsins og hefur auglýst eftir matvælafræðingi til að hafa umsjón með henni.
 
Hlutverk hans verður fyrst og fremst að veita nauðsynlega sérfræðiráðgjöf og aðstoða frumkvöðla við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Jafnframt mun viðkomandi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opinbera varðandi matvælaframleiðslu.
 
Vona að fólk á svæðinu sjái hag í að nýta sér aðstöðuna
 
Matarsmiðjan mun hafa öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu og skapar því möguleika fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu til þess að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum án þess að leggja út í miklar fjárfestingar. Ætti slík aðstaða meðal annars að geta nýst bændum sem vildu selja afurðir sínar beint frá býli.
 
Verkefnið er tilkomið vegna starfa landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra sem hafði m.a. það markmið að efla byggðaþróun og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu.
 
Matarsmiðjan klár um áramót
 
Gert er ráð fyrir að Matarsmiðjan verði tilbúin til notkunar seint á þessu ári eða í janúar 2017 og eru bundnar vonir við að fólk af svæðinu muni sjá sér hag í að nýta aðstöðuna. 

Skylt efni: BioPol | Skagaströnd | matarsmiðja

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...