Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
MAST segir að næringarskortur hafi valdið sauðfjárdauðanum árið 2015
Mynd / MÞÞ
Fréttir 21. október 2016

MAST segir að næringarskortur hafi valdið sauðfjárdauðanum árið 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þúsundir fjár drápust hjá íslenskum sauðfjárbændum á vordögum 2015. Voru uppi getgátur um að um smitsjúkdóm kynni að vera að ræða, eða áhrif af eldgosi. Nú hefur Matvælastofnun hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið.  
 
Í tilefni fréttaflutnings í síðustu viku um að orsök sauðfjárdauðans árið 2015 sé óþekkt vill Matvælastofnun árétta fyrra álit sitt um að orsök sauðfjárdauðans árið 2015 hafi verið næringarskortur.
 
Léleg hey eftir slæmt tíðarfar
 
Að mati stofnunarinnar má rekja næringarskortinn til margra samverkandi þátta en fyrst og fremst til lélegra heyja vegna vætutíðar sumarið 2014 og til mikils kulda veturinn eftir. Féð fékk nóg hey en það var illmeltanlegt og næringarsnautt. Afleiðingarnar voru þær að féð fékk ekki nægjanlega orku til að viðhalda starfsemi líkamans, framleiða hita og öll umframorka fór í vöxt fóstra.
 
Ekki fékkst fjárveiting til að ljúka rannsókn
 
Haustið 2015 bentu rannsóknarniðurstöður hvorki til þess að um smitsjúkdóm né áhrif frá eldgosinu í Holuhrauni væri að ræða. Á þeim tíma hafði Matvælastofnun þó fyrirvara á fyrrnefndu áliti sínu þar sem ekki var hægt að útiloka aðrar undirliggjandi orsakir með óyggjandi hætti og óskaði því eftir opinberu fjármagni til áframhaldandi rannsókna. Ekki fékkst fjármagn til að halda rannsókninni áfram.
Matvælastofnun hélt hins vegar áfram að safna upplýsingum frá bændum um afdrif, heimtur og ástand fjárins að lokinni smölun sumarið og haustið 2015. 
 
Engin óeðlileg afföll sumarið 2015
 
Ekki varð vart við óeðlileg afföll yfir sumarmánuðina 2015, féð virtist almennt skila sér vel af fjalli og í góðu ásigkomulagi. Skýrsluhald sauðfjárbænda studdi við það, árið 2014 var meðalfjöldi lamba til nytja 1,66 en árið 2015 var hann 1,63. 
 
Árið 2014 var 519.568 lömbum slátrað og meðalfallþunginn var 16,6 kg. Árið 2015 var hins vegar töluvert færri lömbum slátrað, eða 504.844, en einungis 0,1 kg munaði á fallþunga milli ára, sem var 16,5 kg. Matvælastofnun fylgdi málinu eftir með því að hafa samband við bændur sem urðu fyrir miklum afföllum og fylgjast með gangi mála hjá þeim.
 
Fjöldi sérfræðinga sammála áliti MAST
 
Á málþingi Landbúnaðar­háskólans 3. mars sl. um sauðfjárdauðann, með vísindamönnum skólans, ráðunautum, starfandi dýralæknum og sérfræðingum Matvælastofnunar, var tekið undir niðurstöðu Matvælastofnunar. 
 
Að öllu samanlögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að orsök sauðfjárdauðans 2015 var næringarskortur sem kom fyrst og fremst til vegna lélegra heyja frá sumrinu áður. 
 
Matvælastofnun birti þetta álit sitt í nóvember 2015 og áréttaði það í starfsskýrslu sinni 2015 (bls. 49–50). 
 
Fram kemur í tilkynningu MAST að mikilvægt sé að draga lærdóm af sauðfjárdauðanum og hve brýnt það er að þekkja innihald fóðursins og meltanleika þess. Taka heysýni, láta mæla þau og reikna út fóðurgjöf miðað við orkuþörf og aðra mikilvæga áhrifaþætti. 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f