Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit
Fréttir 5. júní 2014

MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur sett fram tímabundið gjald vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Mun þetta gjald gilda þar til áhættuflokkun hefur verið tekin upp, sem áætlað er að verði um næstu áramót. Áhættuflokkunin mun hafa í för með sér flokkun á þeim aðilum sem halda dýr og þeir sem teljast af ýmsum áhættum í hærri áhættuflokki munu þá fá áætlaða á sig fleiri tíma í eftirlit.

Um er að ræða eftirlit sem fram til síðustu áramóta var á hendi búfjáreftirlitsmanna sveitarfélaganna. Ekki hefur verið rukkað fyrir þær eftirlitsheimsóknir sem farið hafa fram frá síðustu áramótum en nú mega bændur sem hafa fengið heimsóknir eiga von á rukkun fyrir þær á næstunni.

Á meðan áhættuflokkun er ekki lokið hafa héraðsdýralæknar skipulagt eftirlit á grundvelli þriggja þátta og hefur eftirlitinu verið hagað í samræmi við þá skipulagningu frá áramótum. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að fara á bæi sem athugasemdir hafa verið gerðar við í fyrra eftirliti eða ábendingar hafa borist um, í öðru lagi bæi sem ekki hafa skilað inn haustskýrslu og í þriðja lagi bæi sem valdir eru með slembiúrtaki.

Fast gjald eftir fjölda

Gjaldið byggir á tímagjaldi skv. 8. gr. reglugerðar nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Gjaldið er í samræmi við aðra gjaldskrá vegna eftirlits með dýrum, svo sem vegna nautgripa, og svína. Við útreikning á gjaldinu er stuðst við tiltekna verkþætti sem tengjast eftirlitinu, meðal annars undirbúning, aksturstíma, eftirlit á staðnum, frágang og skýrslugerð. Til viðbótar við neðangreint gjald bætist við fast akstursgjald. 

1 myndir:

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...