Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit
Fréttir 5. júní 2014

MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur sett fram tímabundið gjald vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Mun þetta gjald gilda þar til áhættuflokkun hefur verið tekin upp, sem áætlað er að verði um næstu áramót. Áhættuflokkunin mun hafa í för með sér flokkun á þeim aðilum sem halda dýr og þeir sem teljast af ýmsum áhættum í hærri áhættuflokki munu þá fá áætlaða á sig fleiri tíma í eftirlit.

Um er að ræða eftirlit sem fram til síðustu áramóta var á hendi búfjáreftirlitsmanna sveitarfélaganna. Ekki hefur verið rukkað fyrir þær eftirlitsheimsóknir sem farið hafa fram frá síðustu áramótum en nú mega bændur sem hafa fengið heimsóknir eiga von á rukkun fyrir þær á næstunni.

Á meðan áhættuflokkun er ekki lokið hafa héraðsdýralæknar skipulagt eftirlit á grundvelli þriggja þátta og hefur eftirlitinu verið hagað í samræmi við þá skipulagningu frá áramótum. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að fara á bæi sem athugasemdir hafa verið gerðar við í fyrra eftirliti eða ábendingar hafa borist um, í öðru lagi bæi sem ekki hafa skilað inn haustskýrslu og í þriðja lagi bæi sem valdir eru með slembiúrtaki.

Fast gjald eftir fjölda

Gjaldið byggir á tímagjaldi skv. 8. gr. reglugerðar nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Gjaldið er í samræmi við aðra gjaldskrá vegna eftirlits með dýrum, svo sem vegna nautgripa, og svína. Við útreikning á gjaldinu er stuðst við tiltekna verkþætti sem tengjast eftirlitinu, meðal annars undirbúning, aksturstíma, eftirlit á staðnum, frágang og skýrslugerð. Til viðbótar við neðangreint gjald bætist við fast akstursgjald. 

1 myndir:

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...