Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Litríkt barnateppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2017

Litríkt barnateppi

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst
Þetta litríka barnateppi er prjónað úr Scheepjes Whirl, fallega bómullargarninu okkar sem er fáanlegt í mörgum litbrigðum. 
 
Á dokkunni eru 1.000 metrar og hver dokka um 200 g. Garnið er gífurlega vinsælt og dugir til dæmis ein dokka í flest sjöl (prjónuð eða hekluð).
 
Ég prjónaði þetta teppi eins langt og dokkan dugði en auðvitað er ekkert mál að minnka það eða stækka, en þá þarf fleiri dokkur.
 
Garn:  Scheepjes Whirl – (fæst í Handverkskúnst)
Stærð: ca. 82x100 sm
Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm nr 3 eða sú prjónastærð sem þarf til að prjónfesta passi
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm
Perluprjón:
Umferð 1 (réttan): Prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið* endurtakið frá *-* út umferðina.
Umferð 2 (rangan): Prjónið slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt.
Endurtakið umferð 2
 
Aðferð: 
Fitjið upp 205 lykkjur og prjónið perluprjón fram og til baka 8 umferðir.  Skiptið yfir í munstur og prjónið þannig: 8 lykkjur perluprjón, prjónið samkvæmt munsturteikningu og endið umferðina á 8 lykkjur perluprjón.
Prjónið eins langt og dokkan endist, en endið á umferð 11 eða 22 í munstri og prjónið síðan 8 umferðir perluprjón. Fellið af. Í mínu tilfelli er ég með 13 endurtekningar á munstri og síðan perluprjónskantur efst á teppi.
Gangið frá endum, þvoið teppið og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

 

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f