Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Litríkt barnateppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2017

Litríkt barnateppi

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst
Þetta litríka barnateppi er prjónað úr Scheepjes Whirl, fallega bómullargarninu okkar sem er fáanlegt í mörgum litbrigðum. 
 
Á dokkunni eru 1.000 metrar og hver dokka um 200 g. Garnið er gífurlega vinsælt og dugir til dæmis ein dokka í flest sjöl (prjónuð eða hekluð).
 
Ég prjónaði þetta teppi eins langt og dokkan dugði en auðvitað er ekkert mál að minnka það eða stækka, en þá þarf fleiri dokkur.
 
Garn:  Scheepjes Whirl – (fæst í Handverkskúnst)
Stærð: ca. 82x100 sm
Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm nr 3 eða sú prjónastærð sem þarf til að prjónfesta passi
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm
Perluprjón:
Umferð 1 (réttan): Prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið* endurtakið frá *-* út umferðina.
Umferð 2 (rangan): Prjónið slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt.
Endurtakið umferð 2
 
Aðferð: 
Fitjið upp 205 lykkjur og prjónið perluprjón fram og til baka 8 umferðir.  Skiptið yfir í munstur og prjónið þannig: 8 lykkjur perluprjón, prjónið samkvæmt munsturteikningu og endið umferðina á 8 lykkjur perluprjón.
Prjónið eins langt og dokkan endist, en endið á umferð 11 eða 22 í munstri og prjónið síðan 8 umferðir perluprjón. Fellið af. Í mínu tilfelli er ég með 13 endurtekningar á munstri og síðan perluprjónskantur efst á teppi.
Gangið frá endum, þvoið teppið og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld