Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Litríkt barnateppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2017

Litríkt barnateppi

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst
Þetta litríka barnateppi er prjónað úr Scheepjes Whirl, fallega bómullargarninu okkar sem er fáanlegt í mörgum litbrigðum. 
 
Á dokkunni eru 1.000 metrar og hver dokka um 200 g. Garnið er gífurlega vinsælt og dugir til dæmis ein dokka í flest sjöl (prjónuð eða hekluð).
 
Ég prjónaði þetta teppi eins langt og dokkan dugði en auðvitað er ekkert mál að minnka það eða stækka, en þá þarf fleiri dokkur.
 
Garn:  Scheepjes Whirl – (fæst í Handverkskúnst)
Stærð: ca. 82x100 sm
Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm nr 3 eða sú prjónastærð sem þarf til að prjónfesta passi
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm
Perluprjón:
Umferð 1 (réttan): Prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið* endurtakið frá *-* út umferðina.
Umferð 2 (rangan): Prjónið slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt.
Endurtakið umferð 2
 
Aðferð: 
Fitjið upp 205 lykkjur og prjónið perluprjón fram og til baka 8 umferðir.  Skiptið yfir í munstur og prjónið þannig: 8 lykkjur perluprjón, prjónið samkvæmt munsturteikningu og endið umferðina á 8 lykkjur perluprjón.
Prjónið eins langt og dokkan endist, en endið á umferð 11 eða 22 í munstri og prjónið síðan 8 umferðir perluprjón. Fellið af. Í mínu tilfelli er ég með 13 endurtekningar á munstri og síðan perluprjónskantur efst á teppi.
Gangið frá endum, þvoið teppið og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

 

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, ...