Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela
Fréttir 5. júní 2014

Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fulltrúar Hörgársveitar, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla hafa skrifað undir samning um breytingar á eignarhaldi félagsheimilisins Mela í Hörgárdal.
 
Leikfélagið eignast húsið að fullu, með því meginskilyrði að sú starfsemi sem fram fer í húsinu stuðli að blómlegu starfi félagsins og styðji við menningarlífið í sveitarfélaginu og héraðinu öllu.
 
Leikfélag Hörgdæla hefur verið aðalnotandi Mela mörg undanfarin ár og sett þar upp leikverk af ýmsu tagi við góðan orðstír. Með samningnum er rennt enn styrkari stoðum en áður undir hið blómlega starf sem leikfélagið hefur staðið fyrir.
 
Eignaraðild Kvenfélagsins lýkur
 
Með samningnum lýkur eignaraðild Kvenfélags Hörgdæla að félagsheimilinu, sem staðið hefur óslitið allt frá upphafi. Kvenfélagið hefur verið einn af burðarásum samfélagsins í Hörgárdal og nágrenni um áratugaskeið og gert er ráð fyrir að samningurinn verði til þess að styrkja félagið.
 
Rekstur húseigna er stór þáttur í umsvifum Hörgársveitar og með samningnum er stuðlað að því að hann minnki. Eftir því sem tíminn líður er gert ráð fyrir að af því verði talsvert hagræði fyrir sveitarsjóðinn, um leið og „grasrótin“ í sveitarfélaginu fær frjálsari hendur en áður fyrir listsköpun sína og menningariðkun.
 
Í góðu ástandi
 
Félagsheimilið Melar í Hörgárdal var upphaflega byggt árið 1924, en hefur síðan verið stækkað og endurbætt, og er nú 260 m2 að stærð í góðu ástandi. Fyrir utan að henta vel til leiksýninga er húsið kjörinn staður fyrir fundi, veislur, ættarmót og hvers konar mannfagnaði.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...