Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leggja ekki til efnislegar breytingar á búvörusamningum
Fréttir 8. september 2016

Leggja ekki til efnislegar breytingar á búvörusamningum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuveganefnd Alþingis mun ekki gera efnislegar breytingar á búvörusamningunum eftir að hafa fjallað um breytingatillögur minnihlutans sem komu fram við umræður á þingi.

Atvinnuveganefnd Alþingis kom saman fyrr í vikunni eftir umræður um búvörusamningana á þingi. Á fundinum var meðal annars fjallað um þrjár tillögur stjórnarandstöðunnar vegna samninganna. Í fyrsta lagi tillögu um niðurfellingu beingreiðslna ef bændur væru staðnir að slæmri meðferða á dýrum og hvernig hægt er að koma henni fyrir innan ramma samninganna. Í öðru lagi tillögu Vinstri grænna um umhverfismat vegna landnýtingar sem undanfara nýrra búvörusamninga. Í þriðja lagi breytingu á tollalögum sem þarf að gera samhliða nýjum búvörulögum. Meirihluti nefndarinnar tók að hluta undir sjónarmið sem koma fram í tillögu VG og nefndin bætir við í sína greinargerð að horfa skuli til þeirra atriða sem felast í umhverfismati áætlana í endurskoðunarvinnu við samninganna.

Heimild til að fella niður greiðslur vegna dýraníðs

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður atvinnumálanefndar, sagði eftir fundinn að á honum hefði verið farið yfir málin.

„Niðurstaða nefndarinnar er að við munum ekki koma með neinar efnislegar breytingar á búvöru-samningnum milli umræðna.

Líkt og við boðuðum við atkvæðagreiðslu um búvörusamninga þá tókum við til umræðu heimild Matvælastofnunar að fella niður greiðslur vegna búvöruframleiðslu, hafi farið fram vörslusvipting. Þetta ákvæði kemur til viðbótar þeim úrræðum sem stofnunin hefur. Auðvitað er það svo að Matvælastofnun hefur íþyngjandi úrræði, svo sem sektarúrræði sem geta í raun náð sömu áhrifum. En niðurstaða meirihlutans var að breyta lögum þannig að Matvælastofnun hafi slíka heimild.  En að sama skapi hefur nefndin enn hnykkt á því í sínu nefndaráliti að Matvælastofnun sinni sínu leiðbeiningahlutverki og vinni með leiðbeiningaþjónustunni að því að ná markmiðum laga um velferð dýra.“

Endurbætur á tollalögum

„Við fjölluðum einnig um endur-bætur á tollalögunum til að skýra þau. Samkvæmt heimild í tollalögum frá 2003 mætti ætla að það væri heimilt að flytja inn kjöt til vinnslu og flytja það síðan út aftur. Það ákvæði var búið til í flýti á sínum tíma þegar til stóð að starfrækja hreindýrakjötsvinnslu á Húsavík með kjöti frá Grænlandi sem síðan átti að fara áfram á aðra markaði, en hefur aldrei verið notað. Auk annarra lagfæringa sem nauðsynlegt er að gera.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f