Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landsmót hestamanna 2014 er hafið
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 30. júní 2014

Landsmót hestamanna 2014 er hafið

Landsmót hestamanna 2014 er hafið, en vegna mikils fjölda kynbótahrossa var dagskránni breytt og hófst því í gær en ekki í dag mánudag eins og til stóð. 

Stór hluti dagskrárinnar verður sendur út beint í Ríkissjónvarpinu, auk þess sem valdið liðir verða endursýndir. Þá verður hægt að hlusta á þuli beggja valla mótsins í Útvarpi Landsmótsins. FM-tíðnin á aðalvellinum er 94,7 og á kynbótarvelli 103, 7.

Hægt verður einnig að fylgjast með útsendingum í gegnum vefinn líka, á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/ithrottaras.
Einnig mun RÚV verða með innslög frá mótinu í íþróttafréttum á meðan á mótinu stendur, auk þess sem unninn verður sérstakur þáttur um Landsmót til sýningar síðar á árinu.

Umsjónarmenn með umfjöllun RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir sem mun sjá um beinar lýsingar og dagskrárgerð og Óskar Nikulásson sem stýrir útsendingum.

Tíðindamaður Bændablaðsins var á Gaddstaðaflötum í gær og tók myndir í upphafi móts. Hér að neðan er að finna myndasafn frá fyrsta degi.

Nýju dagskrána má nálgast hér.

Eftirtaldir liðir verða sendir út hjá RÚV:

Fim. 3. júlí
17:30 Forkeppni í tölti RÚV2 B
20:30 Setningarhátíð RÚV2 B

Fös. 4. júlí
17:40 B-úrslit, A flokkur RÚV2 B
19:45 Ræktunarbú RÚV2 B
21:45 B-úrslit, tölt RÚV2 B

Lau. 5. júlí
12:40 B-úrslit, A flokkur RÚV1 E
13:10 B-úrslit, tölt RÚV1 E
13:00 A-úrslit, börn RÚV2 B
16:30 A-úrslit, ungmenni RÚV2 B
19:00 Ræktunarbú – úrslit RÚV2 B
20:00 A-úrslit, tölt RÚV2 B
21:05 A-úrslit, A flokkur RÚV2 B

Sun. 6. júlí
10:30 A-úrslit, unglingar RÚV2 B
12:00 100m skeið RÚV1 B
12:45 A-úrslit, tölt RÚV1 E
13:25 A-úrslit, A flokkur RÚV1E
14:15 A-úrslit, B flokkur RÚV1 B

(RÚV1 er aðalrás. RÚV2 er íþróttarás.
B = beint. E = endurtekið.)
 

10 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...