Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landsmót hestamanna 2014 er hafið
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 30. júní 2014

Landsmót hestamanna 2014 er hafið

Landsmót hestamanna 2014 er hafið, en vegna mikils fjölda kynbótahrossa var dagskránni breytt og hófst því í gær en ekki í dag mánudag eins og til stóð. 

Stór hluti dagskrárinnar verður sendur út beint í Ríkissjónvarpinu, auk þess sem valdið liðir verða endursýndir. Þá verður hægt að hlusta á þuli beggja valla mótsins í Útvarpi Landsmótsins. FM-tíðnin á aðalvellinum er 94,7 og á kynbótarvelli 103, 7.

Hægt verður einnig að fylgjast með útsendingum í gegnum vefinn líka, á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/ithrottaras.
Einnig mun RÚV verða með innslög frá mótinu í íþróttafréttum á meðan á mótinu stendur, auk þess sem unninn verður sérstakur þáttur um Landsmót til sýningar síðar á árinu.

Umsjónarmenn með umfjöllun RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir sem mun sjá um beinar lýsingar og dagskrárgerð og Óskar Nikulásson sem stýrir útsendingum.

Tíðindamaður Bændablaðsins var á Gaddstaðaflötum í gær og tók myndir í upphafi móts. Hér að neðan er að finna myndasafn frá fyrsta degi.

Nýju dagskrána má nálgast hér.

Eftirtaldir liðir verða sendir út hjá RÚV:

Fim. 3. júlí
17:30 Forkeppni í tölti RÚV2 B
20:30 Setningarhátíð RÚV2 B

Fös. 4. júlí
17:40 B-úrslit, A flokkur RÚV2 B
19:45 Ræktunarbú RÚV2 B
21:45 B-úrslit, tölt RÚV2 B

Lau. 5. júlí
12:40 B-úrslit, A flokkur RÚV1 E
13:10 B-úrslit, tölt RÚV1 E
13:00 A-úrslit, börn RÚV2 B
16:30 A-úrslit, ungmenni RÚV2 B
19:00 Ræktunarbú – úrslit RÚV2 B
20:00 A-úrslit, tölt RÚV2 B
21:05 A-úrslit, A flokkur RÚV2 B

Sun. 6. júlí
10:30 A-úrslit, unglingar RÚV2 B
12:00 100m skeið RÚV1 B
12:45 A-úrslit, tölt RÚV1 E
13:25 A-úrslit, A flokkur RÚV1E
14:15 A-úrslit, B flokkur RÚV1 B

(RÚV1 er aðalrás. RÚV2 er íþróttarás.
B = beint. E = endurtekið.)
 

10 myndir:

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...