Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landsmót hestamanna 2014 er hafið
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 30. júní 2014

Landsmót hestamanna 2014 er hafið

Landsmót hestamanna 2014 er hafið, en vegna mikils fjölda kynbótahrossa var dagskránni breytt og hófst því í gær en ekki í dag mánudag eins og til stóð. 

Stór hluti dagskrárinnar verður sendur út beint í Ríkissjónvarpinu, auk þess sem valdið liðir verða endursýndir. Þá verður hægt að hlusta á þuli beggja valla mótsins í Útvarpi Landsmótsins. FM-tíðnin á aðalvellinum er 94,7 og á kynbótarvelli 103, 7.

Hægt verður einnig að fylgjast með útsendingum í gegnum vefinn líka, á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/ithrottaras.
Einnig mun RÚV verða með innslög frá mótinu í íþróttafréttum á meðan á mótinu stendur, auk þess sem unninn verður sérstakur þáttur um Landsmót til sýningar síðar á árinu.

Umsjónarmenn með umfjöllun RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir sem mun sjá um beinar lýsingar og dagskrárgerð og Óskar Nikulásson sem stýrir útsendingum.

Tíðindamaður Bændablaðsins var á Gaddstaðaflötum í gær og tók myndir í upphafi móts. Hér að neðan er að finna myndasafn frá fyrsta degi.

Nýju dagskrána má nálgast hér.

Eftirtaldir liðir verða sendir út hjá RÚV:

Fim. 3. júlí
17:30 Forkeppni í tölti RÚV2 B
20:30 Setningarhátíð RÚV2 B

Fös. 4. júlí
17:40 B-úrslit, A flokkur RÚV2 B
19:45 Ræktunarbú RÚV2 B
21:45 B-úrslit, tölt RÚV2 B

Lau. 5. júlí
12:40 B-úrslit, A flokkur RÚV1 E
13:10 B-úrslit, tölt RÚV1 E
13:00 A-úrslit, börn RÚV2 B
16:30 A-úrslit, ungmenni RÚV2 B
19:00 Ræktunarbú – úrslit RÚV2 B
20:00 A-úrslit, tölt RÚV2 B
21:05 A-úrslit, A flokkur RÚV2 B

Sun. 6. júlí
10:30 A-úrslit, unglingar RÚV2 B
12:00 100m skeið RÚV1 B
12:45 A-úrslit, tölt RÚV1 E
13:25 A-úrslit, A flokkur RÚV1E
14:15 A-úrslit, B flokkur RÚV1 B

(RÚV1 er aðalrás. RÚV2 er íþróttarás.
B = beint. E = endurtekið.)
 

10 myndir:

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...