Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði
Fréttir 1. október 2014

Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarsafn Íslands verður opnað í nýju húsnæði 2. október næstkomandi klukkan 16.00.

Nýja húsnæðið sem um ræðir er gamla fjósið á Hvanneyri sem var byggt árið 1928.

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og verkefnisstjóri safnsins, segir að flutningi muna í nýja húsnæðið sé lokið og uppröðun langt á veg komin. „Hér verður því allt klárt á opnunardegi. Gamla fjósið sem hýsir sýninguna núna er sýningargripur út af fyrir sig og að öllu leyti hentugra húsnæði en þar sem sýningin var áður. Sýningarrýmið er líka stærra og því hægt að gera sögunni betri skil. Sýningarsvæðið mun svo stækka enn meira á næstu tíu árum.

Landbúnaðarsafnið var sett á laggirnar árið 1940 og hét þá Verkfærasafn ríkisins, nafninu var seinna breytt í Búvélasafnið og heitir nú Landbúnaðarsafn Íslands. Í safninu er að finna sýnishorn af búvélum og þar er rakin saga tækniþróunar og vélvæðingar landbúnaðarins.

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...