Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði
Fréttir 1. október 2014

Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarsafn Íslands verður opnað í nýju húsnæði 2. október næstkomandi klukkan 16.00.

Nýja húsnæðið sem um ræðir er gamla fjósið á Hvanneyri sem var byggt árið 1928.

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og verkefnisstjóri safnsins, segir að flutningi muna í nýja húsnæðið sé lokið og uppröðun langt á veg komin. „Hér verður því allt klárt á opnunardegi. Gamla fjósið sem hýsir sýninguna núna er sýningargripur út af fyrir sig og að öllu leyti hentugra húsnæði en þar sem sýningin var áður. Sýningarrýmið er líka stærra og því hægt að gera sögunni betri skil. Sýningarsvæðið mun svo stækka enn meira á næstu tíu árum.

Landbúnaðarsafnið var sett á laggirnar árið 1940 og hét þá Verkfærasafn ríkisins, nafninu var seinna breytt í Búvélasafnið og heitir nú Landbúnaðarsafn Íslands. Í safninu er að finna sýnishorn af búvélum og þar er rakin saga tækniþróunar og vélvæðingar landbúnaðarins.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...