Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!
Fréttir 22. september 2014

Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía, sem er sjötti mesti framleiðandi mjólkur í heiminum, er mikið landbúnaðarland og þar falla til margskonar aukaafurðir framleiðslunnar eins og gengur. Ein þessara aukaafurða er glýseról, sem er sætt, seigfljótandi, litar- og lyktarlaust alkóhól, en það verður til sem aukaafurð þegar lífeldsneyti er framleitt. Glýseról er nýtt í margskonar framleiðslu s.s. sápur og snyrtivörur en þar sem mikið magn fellur til fóru vísindamenn að leita nýrra leiða og í því sambandi var horft til mjólkurkúa. Greint er frá þessu á vef Landsambands kúabænda.

Í tilraunum við háskóla einn í Brasilíu kom í ljós að hægt er að nota glýseról í all stórum stíl í fóðri mjólkurkúa og allt að 40% af kjarnfóðri kúnna. Þetta eru afar góð tíðindi enda er kjarnfóður miklu dýrara en glýseról og auk þess hækkar glýseról fituhlutfall mjólkurinnar. Nú eru vísindamenn í öðrum löndum einnig að skoða kostina við að nýta glýseról með þessum hætti og hver veit nema þetta gæti orðið hluti af fóðri mjólkurkúa á Íslandi í framtíðinni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...