Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!
Fréttir 22. september 2014

Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía, sem er sjötti mesti framleiðandi mjólkur í heiminum, er mikið landbúnaðarland og þar falla til margskonar aukaafurðir framleiðslunnar eins og gengur. Ein þessara aukaafurða er glýseról, sem er sætt, seigfljótandi, litar- og lyktarlaust alkóhól, en það verður til sem aukaafurð þegar lífeldsneyti er framleitt. Glýseról er nýtt í margskonar framleiðslu s.s. sápur og snyrtivörur en þar sem mikið magn fellur til fóru vísindamenn að leita nýrra leiða og í því sambandi var horft til mjólkurkúa. Greint er frá þessu á vef Landsambands kúabænda.

Í tilraunum við háskóla einn í Brasilíu kom í ljós að hægt er að nota glýseról í all stórum stíl í fóðri mjólkurkúa og allt að 40% af kjarnfóðri kúnna. Þetta eru afar góð tíðindi enda er kjarnfóður miklu dýrara en glýseról og auk þess hækkar glýseról fituhlutfall mjólkurinnar. Nú eru vísindamenn í öðrum löndum einnig að skoða kostina við að nýta glýseról með þessum hætti og hver veit nema þetta gæti orðið hluti af fóðri mjólkurkúa á Íslandi í framtíðinni.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...