Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!
Fréttir 22. september 2014

Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía, sem er sjötti mesti framleiðandi mjólkur í heiminum, er mikið landbúnaðarland og þar falla til margskonar aukaafurðir framleiðslunnar eins og gengur. Ein þessara aukaafurða er glýseról, sem er sætt, seigfljótandi, litar- og lyktarlaust alkóhól, en það verður til sem aukaafurð þegar lífeldsneyti er framleitt. Glýseról er nýtt í margskonar framleiðslu s.s. sápur og snyrtivörur en þar sem mikið magn fellur til fóru vísindamenn að leita nýrra leiða og í því sambandi var horft til mjólkurkúa. Greint er frá þessu á vef Landsambands kúabænda.

Í tilraunum við háskóla einn í Brasilíu kom í ljós að hægt er að nota glýseról í all stórum stíl í fóðri mjólkurkúa og allt að 40% af kjarnfóðri kúnna. Þetta eru afar góð tíðindi enda er kjarnfóður miklu dýrara en glýseról og auk þess hækkar glýseról fituhlutfall mjólkurinnar. Nú eru vísindamenn í öðrum löndum einnig að skoða kostina við að nýta glýseról með þessum hætti og hver veit nema þetta gæti orðið hluti af fóðri mjólkurkúa á Íslandi í framtíðinni.

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...