Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum
Fréttir 18. ágúst 2014

Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alþjóðleg ráðstefna um þjálfunarlífeðlisfræði hesta (ICEEP = International Conference on Equine Exercise Physiology) fór fram í Chester á Englandi fyrr í sumar. Á ráðstefnuna komu vísindamenn víðsvegar að úr heiminum, s.s. frá Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Á ráðstefnunni er fjallað um allt það nýjasta á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu.

Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla

Guðrún Stefánsdóttir, doktorsnemi í þjálfunarlífeðlisfræði hesta og kennari við Hólaskóla, fór á ráðstefnuna og var með stutta kynningu á rannsóknaniðurstöðum á líkamlegu álagi íslenskra hesta á kynbótasýningum. Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla voru á ráðstefnunni, um frumrannsókn á líkamlegri svörun hjá íslenskum hrossum í kynbótasýningu, um fylgni milli merkinga (krossa) við skeið á dómblaði og styrks mjólkursýru í blóðvökva í íslenskum hrossum á kynbótasýningu, um könnun á þjálfun á íslenskum skeiðhrossum og um huglægt mat á vöðvabyggingu hrossa sem eru skeiðþjálfuð og þeirra sem ekki eruð það.

Mikill heiður

Anna Jansson sem er leiðbeinandi Guðrúnar við doktorsverkefni hennar, var valin í undirbúningsnefnd fyrir næstu ICEEP-ráðstefnu sem verður haldin í Ástralíu árið 2018. Þetta þykir mikill heiður því aðeins fremstu einstaklingar á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu komast í þennan undirbúningshóp. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...