Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum
Fréttir 18. ágúst 2014

Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alþjóðleg ráðstefna um þjálfunarlífeðlisfræði hesta (ICEEP = International Conference on Equine Exercise Physiology) fór fram í Chester á Englandi fyrr í sumar. Á ráðstefnuna komu vísindamenn víðsvegar að úr heiminum, s.s. frá Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Á ráðstefnunni er fjallað um allt það nýjasta á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu.

Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla

Guðrún Stefánsdóttir, doktorsnemi í þjálfunarlífeðlisfræði hesta og kennari við Hólaskóla, fór á ráðstefnuna og var með stutta kynningu á rannsóknaniðurstöðum á líkamlegu álagi íslenskra hesta á kynbótasýningum. Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla voru á ráðstefnunni, um frumrannsókn á líkamlegri svörun hjá íslenskum hrossum í kynbótasýningu, um fylgni milli merkinga (krossa) við skeið á dómblaði og styrks mjólkursýru í blóðvökva í íslenskum hrossum á kynbótasýningu, um könnun á þjálfun á íslenskum skeiðhrossum og um huglægt mat á vöðvabyggingu hrossa sem eru skeiðþjálfuð og þeirra sem ekki eruð það.

Mikill heiður

Anna Jansson sem er leiðbeinandi Guðrúnar við doktorsverkefni hennar, var valin í undirbúningsnefnd fyrir næstu ICEEP-ráðstefnu sem verður haldin í Ástralíu árið 2018. Þetta þykir mikill heiður því aðeins fremstu einstaklingar á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu komast í þennan undirbúningshóp. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...