Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kúabændur á Bretlandseyjum hallast í auknum mæli að verksmiðjubúskap
Fréttir 27. október 2014

Kúabændur á Bretlandseyjum hallast í auknum mæli að verksmiðjubúskap

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin ár hafa kúabændur á Bretlandseyjum sýnt aukinn áhuga á að reisa stór verksmiðjubú í stað þess að rekin séu mörg lítil mjókurbú. Ástæða þess er krafan um lægra verð frá smásölufyrirtækjum og neytendum. Bændurnir segja ekki lengur borga sig að reka bú undir ákveðinni stærð.

Árið 2009 sóttu kúabóndi og ostaframleiðandi í Devon sameiginlega um leyfi til að byggja skýli sem átti að spanna níu hektara og rúma 8.100 kýr sem áttu að gefa 250.000 lítra nyt á dag. Framkvæmdin var harðlega gagnrýnd af almenningi, samtökum dýraverndarsinna, umhverfisverndarsinnum, samtökum áhugamanna um verndun jarðvegs og grunnvatns auk þess sem ríflega 170 þingmenn á breska þinginu skrifuðu undir mótmælaskjal til að stöðva framkvæmdina. Leikarar, fólk í tónlistarheiminum og einstaklingar frægir af endemum lögðu baráttunni einnig lið í þeim tilgangi að stöðva byggingu skýlisins. Slagorðið var: Ekki út á kornflexið mitt. Hálfu ári seinna var umsóknin dregin til baka.

Vendipunktur

Þrátt fyrir að umsóknin hafi verið dregin til baka vakti hún forvitni og breskir kúabændur fóru í auknum mæli að að horfa vestur um haf og leita fyrirmynda hjá verksmiðjukúabúum í miðríkjum Bandaríkjanna. Á þeim tíma voru 32.000 mjólkurkýr á stærsta verksmiðjubúinu í Bandaríkjunum.

Í stærstu hjörð mjólkurkúa í Frakklandi á sama tíma töldust 350 dýr og umhverfisverndarsamtök þar í landi voru að berjast gegn leyfi fyrir skýli fyrir 1.750 mjólkurkýr.

Á árununum 2001 til 2010 fækkaði kúm sem gengu í haga í Danmörku úr því að vera 85% allra mjólkurkúa í landinu niður í 35%. Eldi kúa í skýlum var bannað í Svíþjóð á þessum tíma og vegna bannsins töldu sænskir bændur sig ekki geta boðið mjólk á jafn lágu verði og danskir.

Umsóknin endurnýjuð

Seinni hluta árs 2010 var umsóknin fyrir skýlið í Devon endurnýjuð en nú fyrir 3.700 mjólkurkýr. Mótmælaaldan reis að nýju og þremur mánuðum seinna var hún dregin aftur til baka. Umsækjendurnir játuðu sig sigraða, ekki vegna mótmælanna heldur á þeim forsendum að allt benti til að skýli fyrir svo marga gripi myndi óhjákvæmilega valda mengun í grunnvatni.

Í yfirlýsingu frá aðstandendum umsóknarinnar sagði að breskir kúabændur og almenningur yrðu að gera sér grein fyrir því að ekki væri lengur fjárhagslega hagkvæmt að reka lítil kúabú, þar sem kýr ráfuðu um haga, fyrir það verð sem fengist fyrir mjólkina. 

Á Bretlandseyjum finnast í dag að minnsta kosti tíu stór skýli fyrir mjólkurkýr með hátt í þúsund gripum.

Mjólkurbúum fækkað gríðarlega

Frá árinu 1995 til 2013 hefur mjólkurbúum í Bretlandi fækkað úr 35.000 í rúm 13.000 og þeim fer enn fækkandi. Helsta ástæða fækkunarinnar er að framleiðslan svarar ekki lengur kostnaði og í mörgum tilfellum eru bændur farnir að borga með mjólkinni.

Fjögur mjólkursamlög á Bretlandseyjum, Arla, Müller Wiseman, First Milk og Dairy Crest, höndla með stóran hluta mjólkur þar í landi og hafa þau öll, auk stórmarkaða og neytenda, gert kröfu um að bændur lækki mjólkurverð undanfarin ár.

Til að mæta þessum kröfum hafa bændur því haft úr tvennu að velja. Annars vegar stækka búin og auka hagræðingu eða hætta búskap.

50% hærri nyt

Markmið kúabúa er að framleiða mjólk og samkvæmt rökunum um að það svari ekki kostnaði að reka lítil bú er hugmyndin um stærri bú þar sem fóðrið er borið í kýrnar í stað þess að þær sæki það út í haga fýsileg.

Til þess að kúm líði vel og gefi góða nyt þurfa þær gott fóður, hvíld og samneyti við aðrar kýr og allt þetta fá þær í skýlunum og því um rökrétta ræktunaraðferð að ræða að sögn þeirra sem vilja ala kýrnar í skýlum. Auk þess sýnir reynslan að kýr sem ræktaðar eru í skýlum og mjólkaðar þrisvar á dag gefi að minnsta kosti 50% meiri nyt en kýr sem ganga í haga og eru mjólkaðar tvisvar á dag.

Almenningur vill kýr í haga

Á Bretlandseyjum eru um 1,8 milljónir mjólkurkúa og meðalstærð kúahjarða er 125 kýr, innan við 10% hjarða telja meira en 500 gripi, og stórum hluta þeirra er sleppt á beit á vorin og teknar í hús yfir veturinn. 
Talsmenn verksmiðjubúa á Bretlandseyjum segja að víða um heim sé talið sjálfsagt að ala kýr í skýlum en svo sé ekki þar í landi. Hugmyndin um kýr á beit í haga er almenningi þóknanleg og þannig vill fólk hafa það og þannig fer ræktunin fram að stærstum hluta í dag.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...