Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku
Fréttir 5. september 2014

Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólögleg verslun með plöntur í útrýningarhættu hefur aukist mikið undanfarin ár og fyrir skömmu var 24 plöntum af mismunandi tegundum sjaldgæfra köngulpálmum stolið úr grasagarði í Cape town í Suður Afríku. Af pálmunum 24 eru 22 tegundir í útrýmingarhættu.

Köngulpálmar teljast til elstu fræplantna sem til eru og er talið að þeir fyrstu hafi komið fram fyrir um 300 milljón árum. Þeir hafa því lifað risaeðlurnar og margskonar hamfarir af.

Undanfarin hafa safnarar sýnt köngulpálmunum aukin áhuga og ekki ólíklega að hátt í átta milljónir króna fáist fyrir þá. Talið er að ránið sé skipulagt af alþjóðlegum glæpasamtökum sem meðal annars stundi verslun með sjaldgæf dýr og veiðiþjófnað.

Pálmarnir eru vandræktaðir og sérstaklega aðlagaðir að umhverfi sínu þar sem þeir skjóta rótunum djúpt og sérstaka tegund af bjöllu þarf til að frjóvga þá. Ræktun þeirra er því ekki nema á færi sérfræðinga.

Hárri upphæð hefur verið boðið í fundarlaun fyrir köngulpálmana.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...