Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku
Fréttir 5. september 2014

Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólögleg verslun með plöntur í útrýningarhættu hefur aukist mikið undanfarin ár og fyrir skömmu var 24 plöntum af mismunandi tegundum sjaldgæfra köngulpálmum stolið úr grasagarði í Cape town í Suður Afríku. Af pálmunum 24 eru 22 tegundir í útrýmingarhættu.

Köngulpálmar teljast til elstu fræplantna sem til eru og er talið að þeir fyrstu hafi komið fram fyrir um 300 milljón árum. Þeir hafa því lifað risaeðlurnar og margskonar hamfarir af.

Undanfarin hafa safnarar sýnt köngulpálmunum aukin áhuga og ekki ólíklega að hátt í átta milljónir króna fáist fyrir þá. Talið er að ránið sé skipulagt af alþjóðlegum glæpasamtökum sem meðal annars stundi verslun með sjaldgæf dýr og veiðiþjófnað.

Pálmarnir eru vandræktaðir og sérstaklega aðlagaðir að umhverfi sínu þar sem þeir skjóta rótunum djúpt og sérstaka tegund af bjöllu þarf til að frjóvga þá. Ræktun þeirra er því ekki nema á færi sérfræðinga.

Hárri upphæð hefur verið boðið í fundarlaun fyrir köngulpálmana.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...