Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Garðar Kári Garðarsson við uppsetningu köldu réttanna.
Garðar Kári Garðarsson við uppsetningu köldu réttanna.
Mynd / Stefanía Ingvarsdóttir
Fréttir 24. október 2016

Kokkalandsliðið fékk og gull og silfur

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið fékk gullverðlaun fyrir eftirrétti og silfur fyrir aðra kalda rétti á Ólympíuleikunum í Erfurt í Þýskalandi í gær. Keppt verður í heitum réttum á morgun.

Í viðtali við Þráin Frey Vigfússon, þjálfara Kokkalandsliðsins, á vefnum veitingageirinn.is kemur fram að árangurinn sé afrakstur 18 mánaða undirbúnings. „Þetta er frábær árangur hjá liðinu. Við höfum lagt nótt við dag að gera borðið einstakt. Síðustu 18 mánuði höfum við æft stíft fyrir keppnina og það er að skila sér með þessum árangri. Gull í eftirréttum er virkilega ánægjulegt. Í Kokkalandsliðinu er ungt fólk sem hefur náð vel saman í mjög ströngu ferli og hefur verið að leggja gríðarlega mikið á sig í undirbúningnum.”

Tilkynnt verður um heildarúrslit á miðvikudaginn næstkomandi, þegar allar þjóðir hafa lokið keppni og stigaútreikningur liggur fyrir.

Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...