Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 24. nóvember 2014

Kokkalandslið fékk gullverðlaun í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið íslenska fékk í gær gullverðlaun fyrir heita matinn í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.

Sex manna matreiðslumeistarahópur hafði sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.

Í forrétt var hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.

Í aðlrétt var grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og – tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.

Í eftirrétt var jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.

Hópinn skipa þeir Bjarni Siguróli Jakobsson, Slippbarinn, Þráinn Freyr Vigfússon, Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson, VOX, Garðar Kári Garðarsson, Strikið, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson, Lava Bláa lónið.

María Shramko.                    Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson

Þá vann liðsmaður Íslenska Kokkalandsliðsins, María Shramko sykurskreytingarmeistari, tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppninni í Pastry-flokknum sem var keppt í laugardaginn 22. nóvember.

Keppt verður í flokknum Kaldur matur á miðvikudaginn næstkomandi.

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...