Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 24. nóvember 2014

Kokkalandslið fékk gullverðlaun í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið íslenska fékk í gær gullverðlaun fyrir heita matinn í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.

Sex manna matreiðslumeistarahópur hafði sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.

Í forrétt var hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.

Í aðlrétt var grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og – tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.

Í eftirrétt var jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.

Hópinn skipa þeir Bjarni Siguróli Jakobsson, Slippbarinn, Þráinn Freyr Vigfússon, Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson, VOX, Garðar Kári Garðarsson, Strikið, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson, Lava Bláa lónið.

María Shramko.                    Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson

Þá vann liðsmaður Íslenska Kokkalandsliðsins, María Shramko sykurskreytingarmeistari, tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppninni í Pastry-flokknum sem var keppt í laugardaginn 22. nóvember.

Keppt verður í flokknum Kaldur matur á miðvikudaginn næstkomandi.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...