Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 24. nóvember 2014

Kokkalandslið fékk gullverðlaun í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið íslenska fékk í gær gullverðlaun fyrir heita matinn í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.

Sex manna matreiðslumeistarahópur hafði sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.

Í forrétt var hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.

Í aðlrétt var grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og – tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.

Í eftirrétt var jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.

Hópinn skipa þeir Bjarni Siguróli Jakobsson, Slippbarinn, Þráinn Freyr Vigfússon, Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson, VOX, Garðar Kári Garðarsson, Strikið, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson, Lava Bláa lónið.

María Shramko.                    Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson

Þá vann liðsmaður Íslenska Kokkalandsliðsins, María Shramko sykurskreytingarmeistari, tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppninni í Pastry-flokknum sem var keppt í laugardaginn 22. nóvember.

Keppt verður í flokknum Kaldur matur á miðvikudaginn næstkomandi.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...