Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigfús Sigur­jóns­son, fjárbóndi á Borgar­felli.
Sigfús Sigur­jóns­son, fjárbóndi á Borgar­felli.
Fréttir 28. október 2014

Kjötvinnslan á Borgarfelli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Með opnun kjötvinnslunnar á Borgarfelli síðastliðið sumar er orðið til samstarf sauðfjárbænda í héraði um framleiðslu, sölu og dreifingu staðbundinna sauðfjárafurða.

Að sögn Sigfúsar Sigur­jóns­sonar, fjárbónda á Borgar­felli, hefur meðgöngutími  þessa verkefnis verið nokkuð langur. „Árið 2003 gerðum við samning við Búnaðarsamband Suðurlands um markmiðatengdar búrekstraráætlanir, sem kallað var Sómaverkefnið. Það var upphafið.“

Matís kom inn í verkefnið á seinni stigum

„Nú á seinni stigum málsins hefur Matís komið inn í verkefnið með okkur varðandi umsókn vinnsluleyfis og munu þeir leiðbeina okkur hvað snertir vöruþróun í framtíðinni. Árið 2005 byggðum við fjárhús fyrir 800 fjár. Árið 2011 byggðum við 100 fermetra nýbyggingu með vinnsluaðstöðu, kæla- og frystigeymslu. Þá var byggt 30 fermetra reykhús árið 2012.

Við förum með hluta af lömbunum í sláturhúsið í Seglbúðum, 45 lömb á viku. Nýtt sláturhús í hreppnum hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir kjötvinnsluna okkar, varðandi vegalengdir og lengingu slátur­tíma. Við viljum gjarnan fylgja eftir okkar framleiðslu til neytenda þannig að við vinnum í takt við eftirspurn viðskiptavina.

Kjötvinnslan er byggð úr tveimur 40 feta gámum, sem standa með þriggja metra millibili og er þak yfir öllu. Vinnslusalurinn er í rýminu á milli gáma, frystir í öðrum gámnum og kælir í hinum – auk móttöku.“

Verðgildi hvers grips verður mun meira

„Ávinningurinn af því að geta selt sína afurð beint úr eigin vinnslu er augljóslega sá að verðgildi hvers grips verður mun meira og einnig skapar þetta fleiri störf heima á bænum. Þær afurðir sem eru í boði eru: Lambakjöt ferskt og reykt, sagað og snyrt eftir óskum kaupandans, reykt og grafið ærkjöt, kindahakk og grjúpán (bjúgu).

Okkar viðskiptavinir eru einstaklingar um land allt og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu,“ segir Sigfús.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...