Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigfús Sigur­jóns­son, fjárbóndi á Borgar­felli.
Sigfús Sigur­jóns­son, fjárbóndi á Borgar­felli.
Fréttir 28. október 2014

Kjötvinnslan á Borgarfelli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Með opnun kjötvinnslunnar á Borgarfelli síðastliðið sumar er orðið til samstarf sauðfjárbænda í héraði um framleiðslu, sölu og dreifingu staðbundinna sauðfjárafurða.

Að sögn Sigfúsar Sigur­jóns­sonar, fjárbónda á Borgar­felli, hefur meðgöngutími  þessa verkefnis verið nokkuð langur. „Árið 2003 gerðum við samning við Búnaðarsamband Suðurlands um markmiðatengdar búrekstraráætlanir, sem kallað var Sómaverkefnið. Það var upphafið.“

Matís kom inn í verkefnið á seinni stigum

„Nú á seinni stigum málsins hefur Matís komið inn í verkefnið með okkur varðandi umsókn vinnsluleyfis og munu þeir leiðbeina okkur hvað snertir vöruþróun í framtíðinni. Árið 2005 byggðum við fjárhús fyrir 800 fjár. Árið 2011 byggðum við 100 fermetra nýbyggingu með vinnsluaðstöðu, kæla- og frystigeymslu. Þá var byggt 30 fermetra reykhús árið 2012.

Við förum með hluta af lömbunum í sláturhúsið í Seglbúðum, 45 lömb á viku. Nýtt sláturhús í hreppnum hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir kjötvinnsluna okkar, varðandi vegalengdir og lengingu slátur­tíma. Við viljum gjarnan fylgja eftir okkar framleiðslu til neytenda þannig að við vinnum í takt við eftirspurn viðskiptavina.

Kjötvinnslan er byggð úr tveimur 40 feta gámum, sem standa með þriggja metra millibili og er þak yfir öllu. Vinnslusalurinn er í rýminu á milli gáma, frystir í öðrum gámnum og kælir í hinum – auk móttöku.“

Verðgildi hvers grips verður mun meira

„Ávinningurinn af því að geta selt sína afurð beint úr eigin vinnslu er augljóslega sá að verðgildi hvers grips verður mun meira og einnig skapar þetta fleiri störf heima á bænum. Þær afurðir sem eru í boði eru: Lambakjöt ferskt og reykt, sagað og snyrt eftir óskum kaupandans, reykt og grafið ærkjöt, kindahakk og grjúpán (bjúgu).

Okkar viðskiptavinir eru einstaklingar um land allt og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu,“ segir Sigfús.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...