Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigfús Sigur­jóns­son, fjárbóndi á Borgar­felli.
Sigfús Sigur­jóns­son, fjárbóndi á Borgar­felli.
Fréttir 28. október 2014

Kjötvinnslan á Borgarfelli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Með opnun kjötvinnslunnar á Borgarfelli síðastliðið sumar er orðið til samstarf sauðfjárbænda í héraði um framleiðslu, sölu og dreifingu staðbundinna sauðfjárafurða.

Að sögn Sigfúsar Sigur­jóns­sonar, fjárbónda á Borgar­felli, hefur meðgöngutími  þessa verkefnis verið nokkuð langur. „Árið 2003 gerðum við samning við Búnaðarsamband Suðurlands um markmiðatengdar búrekstraráætlanir, sem kallað var Sómaverkefnið. Það var upphafið.“

Matís kom inn í verkefnið á seinni stigum

„Nú á seinni stigum málsins hefur Matís komið inn í verkefnið með okkur varðandi umsókn vinnsluleyfis og munu þeir leiðbeina okkur hvað snertir vöruþróun í framtíðinni. Árið 2005 byggðum við fjárhús fyrir 800 fjár. Árið 2011 byggðum við 100 fermetra nýbyggingu með vinnsluaðstöðu, kæla- og frystigeymslu. Þá var byggt 30 fermetra reykhús árið 2012.

Við förum með hluta af lömbunum í sláturhúsið í Seglbúðum, 45 lömb á viku. Nýtt sláturhús í hreppnum hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir kjötvinnsluna okkar, varðandi vegalengdir og lengingu slátur­tíma. Við viljum gjarnan fylgja eftir okkar framleiðslu til neytenda þannig að við vinnum í takt við eftirspurn viðskiptavina.

Kjötvinnslan er byggð úr tveimur 40 feta gámum, sem standa með þriggja metra millibili og er þak yfir öllu. Vinnslusalurinn er í rýminu á milli gáma, frystir í öðrum gámnum og kælir í hinum – auk móttöku.“

Verðgildi hvers grips verður mun meira

„Ávinningurinn af því að geta selt sína afurð beint úr eigin vinnslu er augljóslega sá að verðgildi hvers grips verður mun meira og einnig skapar þetta fleiri störf heima á bænum. Þær afurðir sem eru í boði eru: Lambakjöt ferskt og reykt, sagað og snyrt eftir óskum kaupandans, reykt og grafið ærkjöt, kindahakk og grjúpán (bjúgu).

Okkar viðskiptavinir eru einstaklingar um land allt og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu,“ segir Sigfús.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.