Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi
Fréttir 10. desember 2014

Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi

Landgræðslan hefur að undanförnu verið að dreifa kjötmjöli á landgræðslusvæði í Bolholti í Rangárþingi ytra.  Kjötmjölið er unnið úr sláturúrgangi á Suðurlandi.

Framleiðandinn er Orkugerðin í Flóahreppi. Næringarefnainnihald kjötmjölsins er mjög gott og nýtist gróðri afar vel. Niturinnihald er um 8%. Dreift er um einu tonni af kjötmjöli á hektara sem þýðir um 80 kg N/ha. Kjötmjöl hentar vel til uppgræðslu því næringarefnin eru seinleyst og eru áhrif þess oft ekki að koma fram fyrr en á öðru ári eftir dreifinguna. Þetta þýðir að áhrif áburðargjafarinnar endast lengi og í mörgum tilfellum nægir ein svona dreifing til þess að koma gróðurframvindunni vel af stað. Það voru þeir Vigfús Vigfússon og Tómas Tómasson, starfsmenn Landgræðslunnar, sem óku tækjum og dreifðu kjötmjölinu í Bolholti.

Landið sem þarna var verið að dreifa kjötmjölinu á er ekki nýtt til beitar eða fóðurframleiðslu. Því er dreifing Landgræðslunnar svo seint á árinu ekki bundin af Evrópureglugerð um notkun á moltu og kjötmjöli á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar segir að ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu   má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. nóvember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Þó er heimilt að bera moltu og kjötmjöl að vori á land sem síðan er unnið til túnræktar, kornræktar eða til ræktunar einærra fóðurjurta, enda sé borið á landið áður en jarðvinnsla fer fram þannig að moltan eða kjötmjölið gangi niður í jarðveginn.

7 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...