Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi
Fréttir 10. desember 2014

Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi

Landgræðslan hefur að undanförnu verið að dreifa kjötmjöli á landgræðslusvæði í Bolholti í Rangárþingi ytra.  Kjötmjölið er unnið úr sláturúrgangi á Suðurlandi.

Framleiðandinn er Orkugerðin í Flóahreppi. Næringarefnainnihald kjötmjölsins er mjög gott og nýtist gróðri afar vel. Niturinnihald er um 8%. Dreift er um einu tonni af kjötmjöli á hektara sem þýðir um 80 kg N/ha. Kjötmjöl hentar vel til uppgræðslu því næringarefnin eru seinleyst og eru áhrif þess oft ekki að koma fram fyrr en á öðru ári eftir dreifinguna. Þetta þýðir að áhrif áburðargjafarinnar endast lengi og í mörgum tilfellum nægir ein svona dreifing til þess að koma gróðurframvindunni vel af stað. Það voru þeir Vigfús Vigfússon og Tómas Tómasson, starfsmenn Landgræðslunnar, sem óku tækjum og dreifðu kjötmjölinu í Bolholti.

Landið sem þarna var verið að dreifa kjötmjölinu á er ekki nýtt til beitar eða fóðurframleiðslu. Því er dreifing Landgræðslunnar svo seint á árinu ekki bundin af Evrópureglugerð um notkun á moltu og kjötmjöli á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar segir að ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu   má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. nóvember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Þó er heimilt að bera moltu og kjötmjöl að vori á land sem síðan er unnið til túnræktar, kornræktar eða til ræktunar einærra fóðurjurta, enda sé borið á landið áður en jarðvinnsla fer fram þannig að moltan eða kjötmjölið gangi niður í jarðveginn.

7 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...