Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi
Fréttir 10. desember 2014

Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi

Landgræðslan hefur að undanförnu verið að dreifa kjötmjöli á landgræðslusvæði í Bolholti í Rangárþingi ytra.  Kjötmjölið er unnið úr sláturúrgangi á Suðurlandi.

Framleiðandinn er Orkugerðin í Flóahreppi. Næringarefnainnihald kjötmjölsins er mjög gott og nýtist gróðri afar vel. Niturinnihald er um 8%. Dreift er um einu tonni af kjötmjöli á hektara sem þýðir um 80 kg N/ha. Kjötmjöl hentar vel til uppgræðslu því næringarefnin eru seinleyst og eru áhrif þess oft ekki að koma fram fyrr en á öðru ári eftir dreifinguna. Þetta þýðir að áhrif áburðargjafarinnar endast lengi og í mörgum tilfellum nægir ein svona dreifing til þess að koma gróðurframvindunni vel af stað. Það voru þeir Vigfús Vigfússon og Tómas Tómasson, starfsmenn Landgræðslunnar, sem óku tækjum og dreifðu kjötmjölinu í Bolholti.

Landið sem þarna var verið að dreifa kjötmjölinu á er ekki nýtt til beitar eða fóðurframleiðslu. Því er dreifing Landgræðslunnar svo seint á árinu ekki bundin af Evrópureglugerð um notkun á moltu og kjötmjöli á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar segir að ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu   má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. nóvember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Þó er heimilt að bera moltu og kjötmjöl að vori á land sem síðan er unnið til túnræktar, kornræktar eða til ræktunar einærra fóðurjurta, enda sé borið á landið áður en jarðvinnsla fer fram þannig að moltan eða kjötmjölið gangi niður í jarðveginn.

7 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f