Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi
Fréttir 10. desember 2014

Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi

Landgræðslan hefur að undanförnu verið að dreifa kjötmjöli á landgræðslusvæði í Bolholti í Rangárþingi ytra.  Kjötmjölið er unnið úr sláturúrgangi á Suðurlandi.

Framleiðandinn er Orkugerðin í Flóahreppi. Næringarefnainnihald kjötmjölsins er mjög gott og nýtist gróðri afar vel. Niturinnihald er um 8%. Dreift er um einu tonni af kjötmjöli á hektara sem þýðir um 80 kg N/ha. Kjötmjöl hentar vel til uppgræðslu því næringarefnin eru seinleyst og eru áhrif þess oft ekki að koma fram fyrr en á öðru ári eftir dreifinguna. Þetta þýðir að áhrif áburðargjafarinnar endast lengi og í mörgum tilfellum nægir ein svona dreifing til þess að koma gróðurframvindunni vel af stað. Það voru þeir Vigfús Vigfússon og Tómas Tómasson, starfsmenn Landgræðslunnar, sem óku tækjum og dreifðu kjötmjölinu í Bolholti.

Landið sem þarna var verið að dreifa kjötmjölinu á er ekki nýtt til beitar eða fóðurframleiðslu. Því er dreifing Landgræðslunnar svo seint á árinu ekki bundin af Evrópureglugerð um notkun á moltu og kjötmjöli á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar segir að ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu   má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. nóvember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Þó er heimilt að bera moltu og kjötmjöl að vori á land sem síðan er unnið til túnræktar, kornræktar eða til ræktunar einærra fóðurjurta, enda sé borið á landið áður en jarðvinnsla fer fram þannig að moltan eða kjötmjölið gangi niður í jarðveginn.

7 myndir:

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...