Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjöt ræktað í tilraunaglösum
Fréttir 17. júlí 2014

Kjöt ræktað í tilraunaglösum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári voru steiktir í fyrsta sinn hamborgarar sem innihéldu kjöthakk sem var ræktað á tilraunastofu. Síðan hefur ræktunartækninni fleygt fram og í dag er kostnaðurinn helsta hindrun þess að rækta tilraunastofukjöthakk í stórum stíl.

Vísindamennirnir sem standa að baki ræktuninni segja að framleiðsla á kjöti í verksmiðjum hafi ýmsa kosti umfram hefðbundna kjötframleiðslu og geti dregið verulega úr hungurs­neyð í heiminum. Meðal kostanna segja þeir vera að ekki þurfi lengur að slátra dýrum og að framleiðslu á kjötinu fylgi engar gróðurhúsalofttegundir.

Auk kostnaðar er helsta fyrir­staðan í að hefja framleiðslu á verksmiðjuræktuðu kjöti aukin vitund neytenda á Vesturlöndum um mat og hvað þeir setja ofan í sig. Óformlegar kannanir sýna að mörgum þyki hugmyndin um að borða kjöt sem framleitt er á tilraunastofu ógeðfelld. Framleiðendur segja aftur á móti að sé kjötið skoðað undir smásjá sjáist enginn munur á því og kjöti af dýri á fæti enda ræktað úr vefjum lifandi dýra.

Í dag er unnið að tilraunum með að rækta kjöt sem líkist nautalund á rannsóknastofu í samstarfi við framleiðendur þrívíddarprentara. Ferlið er mun flóknara en að rækta hakk í hamborgara. Talsvert er í að niðurstöður fáist úr þeim tilraunum.

Kostnaðurinn við að framleiða hakkið í hamborgarana á síðasta ári var um 200.000 bresk pund, sem jafngildir tæpum 40 milljón króna. Lundin verður talsvert dýrari. Í náinni framtíð getum við átt von á að hugmyndin um kjötvinnsluvél í eldhúsinu breytist og um kjötframleiðsluvél verði frekar að ræða.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...