Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kjöt ræktað í tilraunaglösum
Fréttir 17. júlí 2014

Kjöt ræktað í tilraunaglösum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári voru steiktir í fyrsta sinn hamborgarar sem innihéldu kjöthakk sem var ræktað á tilraunastofu. Síðan hefur ræktunartækninni fleygt fram og í dag er kostnaðurinn helsta hindrun þess að rækta tilraunastofukjöthakk í stórum stíl.

Vísindamennirnir sem standa að baki ræktuninni segja að framleiðsla á kjöti í verksmiðjum hafi ýmsa kosti umfram hefðbundna kjötframleiðslu og geti dregið verulega úr hungurs­neyð í heiminum. Meðal kostanna segja þeir vera að ekki þurfi lengur að slátra dýrum og að framleiðslu á kjötinu fylgi engar gróðurhúsalofttegundir.

Auk kostnaðar er helsta fyrir­staðan í að hefja framleiðslu á verksmiðjuræktuðu kjöti aukin vitund neytenda á Vesturlöndum um mat og hvað þeir setja ofan í sig. Óformlegar kannanir sýna að mörgum þyki hugmyndin um að borða kjöt sem framleitt er á tilraunastofu ógeðfelld. Framleiðendur segja aftur á móti að sé kjötið skoðað undir smásjá sjáist enginn munur á því og kjöti af dýri á fæti enda ræktað úr vefjum lifandi dýra.

Í dag er unnið að tilraunum með að rækta kjöt sem líkist nautalund á rannsóknastofu í samstarfi við framleiðendur þrívíddarprentara. Ferlið er mun flóknara en að rækta hakk í hamborgara. Talsvert er í að niðurstöður fáist úr þeim tilraunum.

Kostnaðurinn við að framleiða hakkið í hamborgarana á síðasta ári var um 200.000 bresk pund, sem jafngildir tæpum 40 milljón króna. Lundin verður talsvert dýrari. Í náinni framtíð getum við átt von á að hugmyndin um kjötvinnsluvél í eldhúsinu breytist og um kjötframleiðsluvél verði frekar að ræða.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...