Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjöt ræktað í tilraunaglösum
Fréttir 17. júlí 2014

Kjöt ræktað í tilraunaglösum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári voru steiktir í fyrsta sinn hamborgarar sem innihéldu kjöthakk sem var ræktað á tilraunastofu. Síðan hefur ræktunartækninni fleygt fram og í dag er kostnaðurinn helsta hindrun þess að rækta tilraunastofukjöthakk í stórum stíl.

Vísindamennirnir sem standa að baki ræktuninni segja að framleiðsla á kjöti í verksmiðjum hafi ýmsa kosti umfram hefðbundna kjötframleiðslu og geti dregið verulega úr hungurs­neyð í heiminum. Meðal kostanna segja þeir vera að ekki þurfi lengur að slátra dýrum og að framleiðslu á kjötinu fylgi engar gróðurhúsalofttegundir.

Auk kostnaðar er helsta fyrir­staðan í að hefja framleiðslu á verksmiðjuræktuðu kjöti aukin vitund neytenda á Vesturlöndum um mat og hvað þeir setja ofan í sig. Óformlegar kannanir sýna að mörgum þyki hugmyndin um að borða kjöt sem framleitt er á tilraunastofu ógeðfelld. Framleiðendur segja aftur á móti að sé kjötið skoðað undir smásjá sjáist enginn munur á því og kjöti af dýri á fæti enda ræktað úr vefjum lifandi dýra.

Í dag er unnið að tilraunum með að rækta kjöt sem líkist nautalund á rannsóknastofu í samstarfi við framleiðendur þrívíddarprentara. Ferlið er mun flóknara en að rækta hakk í hamborgara. Talsvert er í að niðurstöður fáist úr þeim tilraunum.

Kostnaðurinn við að framleiða hakkið í hamborgarana á síðasta ári var um 200.000 bresk pund, sem jafngildir tæpum 40 milljón króna. Lundin verður talsvert dýrari. Í náinni framtíð getum við átt von á að hugmyndin um kjötvinnsluvél í eldhúsinu breytist og um kjötframleiðsluvél verði frekar að ræða.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...