Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Agner Francisco Kofoed-Hansen.
Agner Francisco Kofoed-Hansen.
Fréttir 18. júní 2014

Kjarr verður skógur

Skógræktarfélag Reykjavíkur ásamt Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands og Landgræðslu ríkisins standa að gerð minnisvarða í skógarlundi í Heiðmörk í virðingarskyni við starf fyrsta skógræktarstjóra landsins, Agner Francisco Kofoed-Hansen en hann vann ötullega að skógrækt og sandgræðslu á Íslandi.

Minnisvarðinn verður afhjúpaður þann 18. júní  2014 kl. 17.00 í Heiðmörk.

Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, hafði óbilandi trú á skógrækt til að vinna gegn umfangsmikilli landeyðingu í upphafi síðustu aldar. Hann vann að því að sett yrðu lög um skógrækt og voru þau samþykkt á Alþingi haustið 1907. Fyrsti skógræktarstjóri Íslands, Agner Francisco Kofoed-Hansen, var ráðinn til starfa ári síðar og starfaði til 1935.

Fyrirmyndin að gagnsemi skógræktar til að takast á við sandfok og landeyðingu var sótt til Danmerkur. Þar hafði mikill árangur náðst við að stemma stigu við landeyðingu á jósku heiðunum. Danir höfðu frumkvæði að því að efla áhuga Íslendinga á skógrækt og sandgræðslu.

A. F. Kofoed- Hansen fæddist í Danmörku 1869. Hann var skógfræðingur að mennt og hafði mikla reynslu í stjórnun ræktunarframkvæmda bæði í Svíþjóð og Rússlandi. Hann var skipaður skógræktarstjóri í byrjun árs 1908. Ekki höfðu allir jafn mikla trú á þýðingu skógræktar og Hannes Hafstein og sýndi A.F. Kofoed-Hansen mikla þolinmæði og þrautseigju við að efla skilning á þýðingu þess að vernda og auka umfang skóga í landinu. Meginstefið í starfi hans var friðun og verndun birkiskóga sem voru í mikilli afturför þegar hann tók við starfi. Einkunnarorð sem hann starfaði eftir lýsa þessu vel en þau voru: „Verndaðu vel og rétt kjarrið sem til er og það mun þroskast og verða skógur meðan þú sefur.“

Agner Francisco Kofoed-Hansen lést í Reykjavík 7. júní 1957.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...