Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Fréttir 3. október 2016

Karl Bretaprins hvetur fólk til að klæðast ull

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, skrifaði pistil í The Telegraph fyrr í þessum mánuði þar sem hann mærir ull og hvetur fólk til að klæðast ullarfatnaði á vetri komandi.

Greinin hefst á því að spyrja hvað sé betra en efnið sem er ræktað á náttúrulegan hátt, þurfi bara vatn og gras og að hægt sé að búa til úr því hlýjan og góðan fatnað og hafi teygju og styrk í endingargóð teppi og áklæði.

Efni sem sé fyrirtaks varma- og hljóðeinangrun og heldur hita þrátt fyrir að blotna og sé brunaþolið og taki ekki í sig lykt. Og það sem meira er, það brotnar niður á náttúrulegan hátt í náttúrunni.

Það furðulegasta af öllu er að þetta undraefni er til og hefur verið til í langan tíma og er ull. Það að ull sé ekki nýtt efni og að ekki þurfti að finna hana upp hefur hugsanlega valdið því að við höfum misst sjónar á henni og notum hana ekki sem skyldi nú á tímun.

Ekki er þörf fyrir jarðefnaeldsneyti til að framleiða náttúrulegar afurðir eins og ull og hægt er að endurnýta þær. Slíkar afurðir koma til með að verða sífellt mikilvægari í framtíðinni og baráttunni við hlýnun jarðar.

Næst segir Karl frá því að hann ætla að standa fyrir ullarráðstefnu í Skotlandi þar sem saman munu koma fjöldi aðila sem tengist ull og framleiðslu úr henni. Vonast prinsinn að vegur ullar muni aukast og að verð á henni til bænda hækki í kjölfar ráðstefnunnar. 

Skylt efni: Karl Bretapins

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...