Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september.
Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september.
Mynd / JE
Fréttir 19. ágúst 2016

Jarðræktarstyrkir til bænda taka brátt breytingum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Umsóknarfrestur vegna styrkja vegna jarðræktar og hreinsunar affallsskurða rennur út 10. september 2016, eða eftir um mánuð. Bændur sem hyggjast sækja um þessa styrki eru vinsamlega beðnir um að ganga frá umsóknum sem allra fyrst, segir í tilkynningu frá Búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar.
 
Nýr rammasamningur ríkis og bænda
 
Í nýjum búvöru- og rammasamningi bænda og ríkisins, sem er til meðferðar á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir frekari styrkjum vegna stórra affallsskurða, og því er þetta sennilega í síðasta skipti sem styrkir vegna þeirra verða veittir.
 
Í nýjum rammasamningi ríkis og bænda hækka jarðræktarstyrkir verulega sem og nýr styrkur, landgreiðslur, bætist við. Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem og uppskorið til fóðuröflunar, en ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Uppskeruskráning er kvöð. 
Þá bætist við heimild til að greiða stuðning vegna ágangs álfta og gæsa á ræktunarlöndum bænda og einnig verða veittir jarðræktarstyrkir vegna útiræktunar á grænmeti. Upphæð jarðræktarstyrkja árið 2017 er 369 milljónir króna og landgreiðslna 247 milljónir króna. 
 
Að sögn Búnaðarmálaskrifstofu Mast er rétt að hafa þann fyrirvara á þessu að þó að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni hafi skrifað undir samninga við bændur þá hefur Alþingi ekki afgreitt viðeigandi lagabreytingarnar svo þeir geti tekið gildi. 
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...