Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fékk líka gull fyrir kalda matinn
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 27. nóvember 2014

Íslenska kokkalandsliðið fékk líka gull fyrir kalda matinn

Höfundur: smh

Íslenska landsliðið fékk gull fyrir kalda matinn á Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxembúrg í gær, en sem kunnugt er fékk liðið líka áður gull fyrir heita matinn.

Það dugði þó ekki til að liðið næði í efstu þrjú sætin, en fleiri en eitt lið geta fengið gullverðlaun fyrir rétt sína. Úrslit fyrir efstu þrjú sætin voru tilkynnt í dag og varð liðið frá Singapúr sigurvegari keppninnar að þessu sinni. Svíar urðu númer tvö og Bandaríkjamenn þriðju.

En er von til þess að markmið landsliðsins náist, en eftir á að tilkynna um önnur sæti. Fyrir keppnina var stefnt á eitt af fimm efstu sætin. Það er þó ljóst að þetta er besti árangur Kokkalandsliðsins, því aldrei fyrr hefur liðið náð í tvö gullverðlaun.

Þá vann liðsmaður Íslenska Kokkalandsliðsins, María Shramko sykurskreytingarmeistari, tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppninni í Pastry-flokknum sem var keppt í laugardaginn 22. nóvember.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...