Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslandsmet hjá stafafuru
Fréttir 10. nóvember 2014

Íslandsmet hjá stafafuru

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Toppsproti á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga.


Reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur sem er að öllum líkindum met hjá stafafuru hérlendis.
Þótt stór hluti landsmanna hafi upplifað sumarið 2014 sem rigningasumar, þá var það ekki reyndin austur á Héraði. Þar var sumarið bæði langt og sólríkt og fyrir vikið var vöxtur trjáa almennt með ágætum.

Fura þessi er í reit sem gróðursett var í árið 1996 og er kvæmið Taraldsey frá Noregi. Þar var stofnað til frægarðs með stafafurutrjám sem valin voru á Íslandi fyrir gott vaxtarlag og vaxtarþrótt. Þær kynbætur virðast hafa skilað sér m.t.t. hvors tveggja hjá stórum hluta trjánna í þessum reit að því er fram kemur á vef Skógræktar ríkisins.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...