Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað
Fréttir 21. júlí 2014

Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað

Höfundur: Erna

Árlega gefur finnska stofnunin MTT, sem á íslensku gæti útlagst sem Hagfræði- og landbúnaðarrannsóknastofnunin (Economic Research, Agrifood Research), út rit um þróun og hag landbúnaðarins. Í nýjasta heftinu sem fjallar um stöðu landbúnaðarins 2013 og þróun undanfarin ár er að finna fróðlegan kafla um markaðsmál og verður hér stiklað á stóru úr þeim kafla.

Verðlag er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali í ESB

Verð til neytenda er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali innan ESB. Á árinu 2013 hækkaði verð til neytenda samkvæmt Hagstofu Finnlands, um 6,2% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5%. Matarverð hækkaði stöðugt frá árinu 2010 fram á mitt ár 2013. Kjöt hækkaði um 7% milli 2012 og 2013, mjólk hækkuð um 20% í verði til neytenda í apríl 2013. Aðrar mjólkurvörur hækkuðu um 3%. Kornvörur, grænmeti, egg og ávextir hækkuðu einnig í verði. Matarverð hefur hækkað verulega umfram almennt verðlag frá árinu 2000 eða um 42,2% meðan almennt verðlag hefur hækkað um 25,9%. Undanfarin ár hefur matvöruverð hækkað meira í Finnlandi en í öðrum evrulöndum ESB.

Hlutdeild stóru verslanakeðjanna hefur aukist

Um árabil hefur smásölu­markaðurinn í Finnlandi einkennst af verulegri samþjöppun. Litlar breytingar voru þó á þeirri stöðu fyrir aðild landsins að ESB. Um 1980 voru tvær leiðandi smásölukeðjur, S group og Kesko, með um 58% markaðarins, en árið 1995 var markaðshlutdeild þeirra orðin 62%. Frá aldamótum hefur þessi staða hins vegar tekið stakkaskiptum. Árið 2000 höfðu þessar tvær stærstu verslanakeðjur 66% markaðarins, sem síðan óx í 70% árið 2005. Síðustu árin hefur samþjöppun aukist enn frekar og er nú komið í 80%. Þýska verslanakeðjan Lidl er með 6,6% markaðarins og Suomen Lähikauppa (Finnska heimasalan) með 7%. Smáfyrirtækjum hefur fjölgað mikið í greininni undanfarin ár, s.s. bakaríum, hverfaverslunum og verslunum með lífrænt vottaðar vörur, en þær hafa einungis 1,7% markaðshlutdeild. Þessar upplýsingar eru að sjálfsögðu áhugaverðar í ljósi þess að því er stundum haldið fram að samkeppni í verslun hér á landi muni aukast með aðild að ESB.

Helsti vaxtarbroddurinn ekki við ESB heldur Rússland

Utanríkisviðskipti með matvæli eru þýðingarmikil fyrir Finnland. Litlar breytingar voru á útflutningi milli áranna 2012 og 2013. Útflutningur búvara hélst lítið breyttur í verðmætum frá ESB-aðild allt fram til ársins 2005, en tók þá að vaxa frá árinu 2006 fram til 2009 þegar efnahagskreppan setti strik í reikninginn.
Á árunum 2010-2012 tók viðskipti á Rússlandsmarkaði að glæðast á ný en hafa enn dregist saman á hefðbundnum mörkuðum innan ESB. Rússland er áfram helsti vaxtarbroddurinn í útflutningi fyrir finnskar búvörur og eru það einkum mjólkurvörur sem standa þar að baki.

Umtalsverð aukning á innflutningi búvara

Innflutningur búvara hefur hins vegar aukist umtalsvert, milli áranna 2012 og 2013 óx hann um 5% í verðmætum talið. Halla á viðskiptajöfnuði með búvörur hefur að jafnaði mátt rekja til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kaffi, áfengi og tóbaki auk osta og kornvöru. Hin síðari ár hefur innflutningur aukist á vörum sem einnig eru framleiddar í Finnlandi eins og kjöti og fiskmeti. Aukinn innflutningur búvara kemur fyrst og fremst frá öðrum ESB löndum einkum „eldri“ sambandslöndum eða 65,8% af öllum innflutningi.

Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að tækifæri til vaxtar í útflutningi er ekki að leita innan ESB þessi misserin enda er hagvöxtur þar lítill um þessar mundir. /EB

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...