Innfæddir í Amason berstrípa ólöglega skógarhöggsmenn
Indíánar af ættbálki Kaapor í Amason eru greinilega búnir að fá yfir sig nóg af yfirgangi manna sem stunda ólöglegt skógarhögg. Talsmaður indíánanna segir að þrátt fyrir margítrekaðar kvartanir hafi yfirvöld í Brasilíu ekki gert neitt til að stöðva rányrkjuna.
Kaapoar og meðlinir fjögurra annarra ættbálka hafa því gripið til þess ráðs að senda út flokka til að leita upp þá sem stunda ólöglegt skógarhögg. Hafi indíánarnir hendur í hári skógarhöggsmanna refsa þeir með með því að berhátta þá og berja með prikum.
Ljósmyndarinn Lunae Parracho fylgdi Kaaporum í einni leitarferð og tók myndi sem hægt er að skoða á vef Guardian og International Business Times.
Gervihnattamyndir sýna að skógareyðing í Brasilíu óx um 28% á síðasta ári eftir að hún hafði dregist saman um fjögurra ár skeið. Talið er að árleg eyðing Amasonregnskóanna nemi um 5900 ferkílómetrum á ári.