Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gervihnattamyndir sýna að ólögleg skógareyðing í Amasonskógi er gríðarlega mikil.
Gervihnattamyndir sýna að ólögleg skógareyðing í Amasonskógi er gríðarlega mikil.
Fréttir 9. september 2014

Innfæddir í Amason berstrípa ólöglega skógarhöggsmenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Indíánar af ættbálki Kaapor í Amason eru greinilega búnir að fá yfir sig nóg af yfirgangi manna sem stunda ólöglegt skógarhögg. Talsmaður indíánanna segir að þrátt fyrir margítrekaðar kvartanir hafi yfirvöld í Brasilíu ekki gert neitt til að stöðva rányrkjuna.

Kaapoar og meðlinir fjögurra annarra ættbálka hafa því gripið til þess ráðs að senda út flokka til að leita upp þá sem stunda ólöglegt skógarhögg. Hafi indíánarnir hendur í hári skógarhöggsmanna refsa þeir með með því að berhátta þá og berja með prikum.

Ljósmyndarinn Lunae Parracho fylgdi Kaaporum í einni leitarferð og tók myndi sem hægt er að skoða á vef Guardian og International Business Times.

Gervihnattamyndir sýna að skógareyðing í Brasilíu óx um 28% á síðasta ári eftir að hún hafði dregist saman um fjögurra ár skeið. Talið er að árleg eyðing Amasonregnskóanna nemi um 5900 ferkílómetrum á ári.
 

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...