Matvælaframleiðsla íslensks landbúnaðar, en sérstök áhersla er lögð á að skrá næringargildi þeirra í ÍSGEM- grunninn.
Matvælaframleiðsla íslensks landbúnaðar, en sérstök áhersla er lögð á að skrá næringargildi þeirra í ÍSGEM- grunninn.
Í deiglunni 15. mars 2023

Uppfærsla á gagnagrunni um efnainnihald matvæla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

ÍSGEM er íslenskur gagnagrunnur um efnainnihald matvæla sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) setti á stofn fyrir 40 árum.

Hjá Matís er nú unnið að heildarendurskoðun hans með stuðningi Matvælasjóðs, en efnainnihald matvæla getur tekið breytingum í samræmi við breyttar framleiðsluaðferðir.

Ólafur Reykdal.

Að sögn Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís, mun þeim verkþætti sem styrktur er af Matvælasjóði ljúka seinnipart þessa árs. „Verkefnið heitir Næringargögn – Lykill að lýðheilsu landsmanna og nýsköpun matvælaiðnaðarins og þar er fjallað um næringarefnin í matvælum og unnið verður að því að gera allar upplýsingarnar um þessi efni öllum aðgengilegar á sérstökum vef sem hýstur er hjá okkur á Matís. Styrkurinn gerir mögulegt að vinna vel afmarkaðar endurbætur á gagnagrunninum. Fáanleg gögn verða skráð og gerð aðgengileg, gæðakerfið verður endurbætt og vefhandbók fyrir notendur verður tekin saman,“ segir Ólafur.

Næringargildi matvæla frá íslenskum landbúnaði

„RALA rannsakaði í fyrsta skipti næringargildi margra matvæla frá íslenskum landbúnaði. Útbúinn var gagnagrunnur til að halda utan um niðurstöðurnar og miðla þeim. Mikið gagn var af norrænu samstarfi þegar niðurstöðurnar voru skráðar á skipulagðan hátt. Fæðudeild RALA var sameinuð Matís þegar það var stofnað árið 2007 og fylgdi þá ÍSGEM gagnagrunnurinn með. Á Matís var fljótlega ráðist í að gera næringargildi matvæla aðgengilegt á vef Matís,“ segir Ólafur.

Hann segir að einhverjum gögnum hafi á undanförnum árum verið bætt við ÍSGEM úr styrkverkefnum Matís en hin seinni ár hafði ekki fengist opinbert fé til fullnægjandi uppfærslna. „Því var góð hjálp að fá eins árs styrk úr Matvælasjóði til vinnu við gagnagrunninn. Nú hafa einnig þau ánægjulegu tíðindi borist að matvælaráðuneytið muni í framhaldinu bæta vinnu við ÍSGEM gagnagrunninn í þjónustusamning sinn við Matís.“

45 næringarefni og fjögur óæskileg

Í gagnagrunninum eru birtar fáanlegar upplýsingar um 45 efni í um 1.200 fæðutegundum, meðal annars prótein, fitu, kolvetni, vatn, vítamín, steinefni og fjögur óæskileg efni; kvikasilfur, blý, kadmíum og arsen.

Flest matvæli koma frá landbúnaði með einum eða öðrum hætti og er sérstök áhersla lögð á matvæli frá íslenskum landbúnaði. Ólafur segir að mikilvægt sé að næringargildi landbúnaðarafurða liggi fyrir svo matvælaframleiðendur geti veitt neytendum áreiðanlegar upplýsingar um næringargildi og hollustu. „Vöruþróun í fyrirtækjum og sölustarf innanlands og utan byggir á þessum upplýsingum. Næringarráðgjöf byggir á upplýsingum um næringargildi og ýmsir hópar sjúklinga þurfa að sníða mataræði sitt eftir innihaldi matvæla.

Efnainnihald matvæla er breytingum undirorpið. Framleiðendur matvæla breyta uppskriftum sínum, samsetning fóðursins skiptir máli og umhverfisþættir geta hafa áhrif á næringarefnin. Landbúnaður á Íslandi býr við sérstök skilyrði, svo sem langan birtutíma á sumrin og svalt loftslag. Efnainnihald landbúnaðarafurða ber þess merki hvar þær eru framleiddar. Því er um að gera að draga fram það sem gerir efnainnihald íslenskra landbúnaðarafurða sérstakt. Nauðsynlegt er að réttar upplýsingar um næringarefni og óæskileg efni séu aðgengilegar til að styðja fullyrðingar um hollustu íslenskra matvæl og ímynd landsins.“

Skylt efni: ÍSGEM

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...