Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun.
Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun.
Mynd / ghp
Fréttir 16. september 2022

Íslenskt matarhandverk verðlaunað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vörur þriggja smáframleiðenda unnu til verðlauna í norrænni matarhandverkskeppni sem haldin var á hátíðinni Terra Madre Nordic í Svíþjóð í síðustu viku.

Aðalbláberja- og chillisulta fjölskyldufyrirtækisins Urta Islandica, birkireyktur silungur frá Búkonunni – matarhandverk og glóaldin kombucha drykkur frá fyrirtækinu Kúbalúbra / Kombucha Iceland voru verðlaunuð í sínum flokkum.

Sjö íslenskir smáframleiðendur skráðu sig til þátttöku í keppninni sem fram fór í Stokkhólmi daganna 1.–3. september. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í norrænu matarhandverki og var framleiðendum á öllum Norðurlöndum boðið að taka þátt.

Keppt var í ólíkum vöruflokkum s.s. í brauði og bakkelsi, afurðum úr berjum og grænmeti, kjötmeti, fiskmeti, drykkjum og mjólkurvörum.

Skylt efni: Terra Madre Nordic

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...