Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvatning til að flýta fengitíma
Mynd / BBL
Fréttir 9. nóvember 2016

Hvatning til að flýta fengitíma

Höfundur: TB

Sláturfélag Suðurlands hefur birt sláturáætlun og verðhlutföll fyrir kindakjöt vegna ársins 2017. Upplýsingarnar eru settar fram fyrr en áður hefur tíðkast. Að sögn forsvarsmanna SS er það gert til þess að bændur geti flýtt fengitíma ef þeir telja sér hagstætt að slátra fyrr en áður. Með því að flýta slátrun og útvega þannig nýtt dilkakjöt á markaðinn í byrjun september geta bændur vænst allt að 20% hærra verðs fyrir sínar afurðir.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sú breyting verði gerð að samfelld slátrun hefst tveimur dögum fyrr en áður og sláturtími í nóvember verði styttur. Áætlað er að slátrun hefjist 6. september og að engir sláturdagar verði þar á undan. Slátrun í október er einnig aukin. Breytingar verða á verðhlutföllum sem byggja á reynslu þessa hausts og þau gilda aðeins um innlegg sem eru innan gæðastýringar.

Svokölluð þjónustuslátrun verður 29. nóvember en hún er ætluð fyrir það fé sem bændur flokka frá, síðgotunga og eftirheimtur en ekki fyrir almenna slátrun. Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.

Verðið sjálft verður ákveðið þegar nær dregur hausti líkt og tíðkast hefur.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...