Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvatning til að flýta fengitíma
Mynd / BBL
Fréttir 9. nóvember 2016

Hvatning til að flýta fengitíma

Höfundur: TB

Sláturfélag Suðurlands hefur birt sláturáætlun og verðhlutföll fyrir kindakjöt vegna ársins 2017. Upplýsingarnar eru settar fram fyrr en áður hefur tíðkast. Að sögn forsvarsmanna SS er það gert til þess að bændur geti flýtt fengitíma ef þeir telja sér hagstætt að slátra fyrr en áður. Með því að flýta slátrun og útvega þannig nýtt dilkakjöt á markaðinn í byrjun september geta bændur vænst allt að 20% hærra verðs fyrir sínar afurðir.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sú breyting verði gerð að samfelld slátrun hefst tveimur dögum fyrr en áður og sláturtími í nóvember verði styttur. Áætlað er að slátrun hefjist 6. september og að engir sláturdagar verði þar á undan. Slátrun í október er einnig aukin. Breytingar verða á verðhlutföllum sem byggja á reynslu þessa hausts og þau gilda aðeins um innlegg sem eru innan gæðastýringar.

Svokölluð þjónustuslátrun verður 29. nóvember en hún er ætluð fyrir það fé sem bændur flokka frá, síðgotunga og eftirheimtur en ekki fyrir almenna slátrun. Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.

Verðið sjálft verður ákveðið þegar nær dregur hausti líkt og tíðkast hefur.

 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...