Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla
Fréttir 8. nóvember 2016

Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gjálp, Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13. 
 
„Markmið hennar er að kveikja hugmyndir um nýsköpun og atvinnutækifæri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áður en hugmyndavinnan hefst verður farið í greiningu á styrkleikum og veikleikum sveitarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða ógnir steðja að,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem á sæti í stjórn Gjálpar. 
 
Áhersla verður lögð á nýsköpun í þremur megingreinum: landbúnaði, ferðaþjónustu og tækni og hugbúnaði 12. nóvember.  
 
Til að leiða hugmyndavinnuna hefur Gjálp fengið frábært fólk með sérþekkingu á nýsköpun tengdri þessum greinum. 
 
„Við í stjórninni hlökkum mikið til og erum viss um að margar góðar hugmyndir um atvinnutækifæri kvikna. Við viljum fylgja eftir og hjálpa til að láta hugmyndirnar rætast. Fólki og fyrirtækjum sem styðja við sprotafyrirtæki og atvinnuuppbyggingu hefur verið boðið á hugmyndasmiðjuna. Að fjölga atvinnutækifærum í sveitinni varðar alla sem búa í sveitinni eða tengjast henni. 
 
Við erum viss um að margir lumi á góðum hugmyndum og með því að leiða fólk með ólíka reynslu saman verði þær fljótt að veruleika,“ bætir Pálína við. Í lokin verða hugmyndirnar kynntar og loks endað í Árnesi þar sem boðið verður upp á kjötsúpu.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...