Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla
Fréttir 8. nóvember 2016

Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gjálp, Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13. 
 
„Markmið hennar er að kveikja hugmyndir um nýsköpun og atvinnutækifæri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áður en hugmyndavinnan hefst verður farið í greiningu á styrkleikum og veikleikum sveitarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða ógnir steðja að,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem á sæti í stjórn Gjálpar. 
 
Áhersla verður lögð á nýsköpun í þremur megingreinum: landbúnaði, ferðaþjónustu og tækni og hugbúnaði 12. nóvember.  
 
Til að leiða hugmyndavinnuna hefur Gjálp fengið frábært fólk með sérþekkingu á nýsköpun tengdri þessum greinum. 
 
„Við í stjórninni hlökkum mikið til og erum viss um að margar góðar hugmyndir um atvinnutækifæri kvikna. Við viljum fylgja eftir og hjálpa til að láta hugmyndirnar rætast. Fólki og fyrirtækjum sem styðja við sprotafyrirtæki og atvinnuuppbyggingu hefur verið boðið á hugmyndasmiðjuna. Að fjölga atvinnutækifærum í sveitinni varðar alla sem búa í sveitinni eða tengjast henni. 
 
Við erum viss um að margir lumi á góðum hugmyndum og með því að leiða fólk með ólíka reynslu saman verði þær fljótt að veruleika,“ bætir Pálína við. Í lokin verða hugmyndirnar kynntar og loks endað í Árnesi þar sem boðið verður upp á kjötsúpu.
Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.