Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Kjötbollur“ úr kartöflupróteini sem búnar eru til í tilraunaeldhúsi KMC.
„Kjötbollur“ úr kartöflupróteini sem búnar eru til í tilraunaeldhúsi KMC.
Mynd / VH
Fréttir 16. september 2022

Hráefni sem getur komið í staðinn fyrir dýraafurðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kartoffelmelcentralen, eða KMC, er samvinnufélag í eigu danskra kartöflubænda og sérhæfir sig í framleiðslu á afurðum úr kartöflupróteini og -sterkju.

Fyrirtækið er eitt að af þeim stærstu í sinni grein í heiminum og framleiðir 60 ólíka afurðaflokka sem nýttir eru í matvælaiðnaði víða um heim.

Markmið fyrirtækisins er að þróa og framleiða hráefni úr kartöflum sem má nota í matvælaiðnaði í staðinn fyrir dýraafurðir eins og ýmis íblöndunarefni í osti, gelatín í sælgætisiðnaði og sem hráefni í grænmetisrétti sem eiga að líkjast kjöti. Hugo Nielses, forstöðumaður viðskiptasviðs KMC, sagði við Bændablaðið að markmið fyrirtækisins væri að framleiða vörur sem spornuðu gegn loftslagsbreytingum, hungri í heiminum og stuðluðu að auknum líffræðilegum fjölbreytileika. „Þetta gerum við meðal annars með því að draga úr notkun á plöntuvarnarefnum og orku og nýta afgangshráefni og breyta því í verðmæti.“

Jóskir bændur rækta sterkjuríkar kartöflur fyrir KMC. Mynd / KMC

Kartöfluræktun með lágt kolefnisspor

„Hráefnið í framleiðslu sína fær fyrirtækið frá jóskum kartöflubændum sem rækta kartöflur sérstaklega samkvæmt samningi við KMC og oft í fremur rýrum jarðvegi sem ekki nýtist vel til annarrar ræktunar.

Kolefnisspor kartöfluræktunar er lágt og styður því vel við markmið fyrirtækisins að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á sama tíma að draga úr losun viðskiptavina þess með nýtingu afurðanna sem það framleiðir. Vinnsla fyrirtækisins afkastar um milljón tonnum af kartöflum á ári,“ að sögn Nielsen.

Pitsuostur, unninn með kartöflusterkju. Mynd / KMC

Níutíu ára saga

Fyrirtækið var stofnað árið 1933 eftir að danska ríkið fór þess á leit við bændur að þeir ræktuðu meira af kartöflum til að mæta aukinni þörf landsins fyrir sterkju. Í upphafi var tilgangur KMC að selja framleiðslu sjö verksmiðja sem framleiddu sterkju úr kartöflum með sérleyfi frá danska ríkinu.

Það hefur verið starfandi í tæp 90 ár og frá upphafi sérhæft sig í framleiðslu afurða sem unnin eru úr kartöflum. Í dag framleiðir það meðal annars prótein og sterkju sem er selt til yfir 80 landa og flytur út um 90% framleiðslunnar og er Kína stærsti viðskiptavinur þess.

Árið 1988 var sett á laggirnar þróunardeild innan fyrirtækisins til að vinna að bættum gæðum framleiðslunnar og þróa nýjar afurðir. Á tíunda áratug síðustu aldar var lögð megináhersla á framleiðslu afurða sem nýst gætu í matvælaiðnaði og markaðssetningu þeirra á alþjóðamarkaði. Árangurinn var góður og árið 2003 var byggð ný verksmiðja til að mæta aukinni sölu á kartöflusterkju.

„Kjötbollur“ úr kartöflupróteini

Meðal þróunarverkefna sem unnið er að í dag er kartöfluprótein sem gæti komið í staðinn fyrir soja og baunir í grænmetisréttum sem eiga að líkjast kjöti.

Undirritaður smakkaði í sumar „kjötbollur“ sem gerðar eru úr kartöflupróteini og matreiddar í tilraunaeldhúsi KMC. Áferð þeirra er ótrúlega lík kjötbollum og bragðið gott þrátt fyrir að aðeins hafi vantað upp á að það væri eins og kjötbollur sem búnar eru til úr kjöti.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...