Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Mynd / MHH
Fréttir 11. desember 2014

Hótel Fljótshlíð komið með Svans-vottun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hótel Fljótshlíð hefur hlotið umhverfisvottun norræna svansins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhenti vottunina með formlegum hætti í sal hótelsins laugardaginn 15. nóvember.

Hótelið er þar með komið í hóp sjö gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins en Hótel Fljótshlíð er fyrsta hótelið sem gengur í gegnum nýjar og hertar kröfur fyrir svansvottun. Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra er hæstánægð með vottunina.

„Já, með þessu erum við að skipa okkur í hóp fárra gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins og þar með ná fram sérstöðu sem aftur nýtist okkur sem markaðstæki. Þá er óhætt að segja að umhverfisvottun norræna svansins er ekki aðeins umhverfisvottun í þröngum skilningi þess orðs heldur líka gæðastimpill á vöru og þjónustu,“ segir hún. Hótel Fljótshlíð er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð. Ferðaþjónusta hófst þar árið 1986 þegar Sigurður Eggertsson og Guðný Geirsdóttir gerðust meðlimir að Ferðaþjónustu bænda. Árið 2006 komu dóttir þeirra og tengdasonur, Arndís Soffía  og Ívar Þormarsson, matreiðslumeistari staðarins, inn í reksturinn. Hótel Fljótshlíð hefur unnið samkvæmt sjálfbærnistefnu frá árinu 2007 og má segja að umhverfisvottunin í dag sé hápunktur þeirrar vinnu þótt áfram verði unnið í átt að aukinni sjálfbærni. 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...