Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Mynd / MHH
Fréttir 11. desember 2014

Hótel Fljótshlíð komið með Svans-vottun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hótel Fljótshlíð hefur hlotið umhverfisvottun norræna svansins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhenti vottunina með formlegum hætti í sal hótelsins laugardaginn 15. nóvember.

Hótelið er þar með komið í hóp sjö gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins en Hótel Fljótshlíð er fyrsta hótelið sem gengur í gegnum nýjar og hertar kröfur fyrir svansvottun. Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra er hæstánægð með vottunina.

„Já, með þessu erum við að skipa okkur í hóp fárra gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins og þar með ná fram sérstöðu sem aftur nýtist okkur sem markaðstæki. Þá er óhætt að segja að umhverfisvottun norræna svansins er ekki aðeins umhverfisvottun í þröngum skilningi þess orðs heldur líka gæðastimpill á vöru og þjónustu,“ segir hún. Hótel Fljótshlíð er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð. Ferðaþjónusta hófst þar árið 1986 þegar Sigurður Eggertsson og Guðný Geirsdóttir gerðust meðlimir að Ferðaþjónustu bænda. Árið 2006 komu dóttir þeirra og tengdasonur, Arndís Soffía  og Ívar Þormarsson, matreiðslumeistari staðarins, inn í reksturinn. Hótel Fljótshlíð hefur unnið samkvæmt sjálfbærnistefnu frá árinu 2007 og má segja að umhverfisvottunin í dag sé hápunktur þeirrar vinnu þótt áfram verði unnið í átt að aukinni sjálfbærni. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...