Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Mynd / MHH
Fréttir 11. desember 2014

Hótel Fljótshlíð komið með Svans-vottun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hótel Fljótshlíð hefur hlotið umhverfisvottun norræna svansins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhenti vottunina með formlegum hætti í sal hótelsins laugardaginn 15. nóvember.

Hótelið er þar með komið í hóp sjö gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins en Hótel Fljótshlíð er fyrsta hótelið sem gengur í gegnum nýjar og hertar kröfur fyrir svansvottun. Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra er hæstánægð með vottunina.

„Já, með þessu erum við að skipa okkur í hóp fárra gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins og þar með ná fram sérstöðu sem aftur nýtist okkur sem markaðstæki. Þá er óhætt að segja að umhverfisvottun norræna svansins er ekki aðeins umhverfisvottun í þröngum skilningi þess orðs heldur líka gæðastimpill á vöru og þjónustu,“ segir hún. Hótel Fljótshlíð er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð. Ferðaþjónusta hófst þar árið 1986 þegar Sigurður Eggertsson og Guðný Geirsdóttir gerðust meðlimir að Ferðaþjónustu bænda. Árið 2006 komu dóttir þeirra og tengdasonur, Arndís Soffía  og Ívar Þormarsson, matreiðslumeistari staðarins, inn í reksturinn. Hótel Fljótshlíð hefur unnið samkvæmt sjálfbærnistefnu frá árinu 2007 og má segja að umhverfisvottunin í dag sé hápunktur þeirrar vinnu þótt áfram verði unnið í átt að aukinni sjálfbærni. 

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...