Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Spánarsnigill.
Spánarsnigill.
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 17. júlí 2014

Heilu vistkerfin geta fylgt með innfluttum plöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ryðsveppur, asparglitta, birkikemba, fíflalús og spánarsnigill. Allt eru þetta tiltölulega nýjar lífverur í íslensku vistkerfi sem smám saman eru að festa sig í sessi ásamt ýmsum öðrum smádýrum og sveppum.
 
Hækkandi lofthiti og aukinn flutningur á lifandi plöntum og mold til landsins mun án efa auka fjölbreytnina í framtíðinni og möguleika nýrra landnema til að ná fótfestu hér. Flest kvikindin sem hingað berast eru saklaus og ekki til neinna vandræða en önnur geta valdið talsverðu tjóni á gróðri.
 
Mörgum er illa við þessar framandi lífverur og telja þær skaðvalda, enda hefur t.d. ryðsveppur lagst þungt á ýmsar víðitegundir og birkikemba er lýti á birki. Asparglittur og spánarsniglar eru stór og áberandi dýr sem eiga sér fáa náttúrulega óvini hér, það er helst að pardussnigill, sem fannst hér fyrst um aldamótin síðustu, leggi sér spánarsnigla til munns.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun Íslands má hvorki flytja lifandi plöntur né mold til landsins án þess að viðkomandi sendingu fylgi heilbrigðisvottorð frá framleiðslulandinu. Þegar plöntur eru fluttar inn í pottum með mold á rótunum geta fylgt með alls konar smákvikindi og jafnvel plöntusjúkdómar sem ekki hafa fundist hér áður.
 
Sjá nánari umfjöllun í Bændablaðinu í dag.
 
Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...