Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Spánarsnigill.
Spánarsnigill.
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 17. júlí 2014

Heilu vistkerfin geta fylgt með innfluttum plöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ryðsveppur, asparglitta, birkikemba, fíflalús og spánarsnigill. Allt eru þetta tiltölulega nýjar lífverur í íslensku vistkerfi sem smám saman eru að festa sig í sessi ásamt ýmsum öðrum smádýrum og sveppum.
 
Hækkandi lofthiti og aukinn flutningur á lifandi plöntum og mold til landsins mun án efa auka fjölbreytnina í framtíðinni og möguleika nýrra landnema til að ná fótfestu hér. Flest kvikindin sem hingað berast eru saklaus og ekki til neinna vandræða en önnur geta valdið talsverðu tjóni á gróðri.
 
Mörgum er illa við þessar framandi lífverur og telja þær skaðvalda, enda hefur t.d. ryðsveppur lagst þungt á ýmsar víðitegundir og birkikemba er lýti á birki. Asparglittur og spánarsniglar eru stór og áberandi dýr sem eiga sér fáa náttúrulega óvini hér, það er helst að pardussnigill, sem fannst hér fyrst um aldamótin síðustu, leggi sér spánarsnigla til munns.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun Íslands má hvorki flytja lifandi plöntur né mold til landsins án þess að viðkomandi sendingu fylgi heilbrigðisvottorð frá framleiðslulandinu. Þegar plöntur eru fluttar inn í pottum með mold á rótunum geta fylgt með alls konar smákvikindi og jafnvel plöntusjúkdómar sem ekki hafa fundist hér áður.
 
Sjá nánari umfjöllun í Bændablaðinu í dag.
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...