Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Spánarsnigill.
Spánarsnigill.
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 17. júlí 2014

Heilu vistkerfin geta fylgt með innfluttum plöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ryðsveppur, asparglitta, birkikemba, fíflalús og spánarsnigill. Allt eru þetta tiltölulega nýjar lífverur í íslensku vistkerfi sem smám saman eru að festa sig í sessi ásamt ýmsum öðrum smádýrum og sveppum.
 
Hækkandi lofthiti og aukinn flutningur á lifandi plöntum og mold til landsins mun án efa auka fjölbreytnina í framtíðinni og möguleika nýrra landnema til að ná fótfestu hér. Flest kvikindin sem hingað berast eru saklaus og ekki til neinna vandræða en önnur geta valdið talsverðu tjóni á gróðri.
 
Mörgum er illa við þessar framandi lífverur og telja þær skaðvalda, enda hefur t.d. ryðsveppur lagst þungt á ýmsar víðitegundir og birkikemba er lýti á birki. Asparglittur og spánarsniglar eru stór og áberandi dýr sem eiga sér fáa náttúrulega óvini hér, það er helst að pardussnigill, sem fannst hér fyrst um aldamótin síðustu, leggi sér spánarsnigla til munns.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun Íslands má hvorki flytja lifandi plöntur né mold til landsins án þess að viðkomandi sendingu fylgi heilbrigðisvottorð frá framleiðslulandinu. Þegar plöntur eru fluttar inn í pottum með mold á rótunum geta fylgt með alls konar smákvikindi og jafnvel plöntusjúkdómar sem ekki hafa fundist hér áður.
 
Sjá nánari umfjöllun í Bændablaðinu í dag.
 
Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...