Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Spánarsnigill.
Spánarsnigill.
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 17. júlí 2014

Heilu vistkerfin geta fylgt með innfluttum plöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ryðsveppur, asparglitta, birkikemba, fíflalús og spánarsnigill. Allt eru þetta tiltölulega nýjar lífverur í íslensku vistkerfi sem smám saman eru að festa sig í sessi ásamt ýmsum öðrum smádýrum og sveppum.
 
Hækkandi lofthiti og aukinn flutningur á lifandi plöntum og mold til landsins mun án efa auka fjölbreytnina í framtíðinni og möguleika nýrra landnema til að ná fótfestu hér. Flest kvikindin sem hingað berast eru saklaus og ekki til neinna vandræða en önnur geta valdið talsverðu tjóni á gróðri.
 
Mörgum er illa við þessar framandi lífverur og telja þær skaðvalda, enda hefur t.d. ryðsveppur lagst þungt á ýmsar víðitegundir og birkikemba er lýti á birki. Asparglittur og spánarsniglar eru stór og áberandi dýr sem eiga sér fáa náttúrulega óvini hér, það er helst að pardussnigill, sem fannst hér fyrst um aldamótin síðustu, leggi sér spánarsnigla til munns.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun Íslands má hvorki flytja lifandi plöntur né mold til landsins án þess að viðkomandi sendingu fylgi heilbrigðisvottorð frá framleiðslulandinu. Þegar plöntur eru fluttar inn í pottum með mold á rótunum geta fylgt með alls konar smákvikindi og jafnvel plöntusjúkdómar sem ekki hafa fundist hér áður.
 
Sjá nánari umfjöllun í Bændablaðinu í dag.
 
Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...