Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 2,5%
Mynd / HK
Fréttir 28. júní 2016

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 2,5%

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí nk. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa, segir í fréttatilkynningu frá nefndinni.

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,77 kr. á lítra mjólkur, úr 84,39 kr. í 86,16 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingakostnaður mjólkur um 1,81 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 3,58 krónur á hvern lítra mjólkur.

Lægra verð á mjólkurdufti gagnast íslenskum iðnaði
Þau tíðindi eru í ákvörðun nefndarinnar að undanrennu- og mjólkurduft mun lækka um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við Evrópusambandið og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Verðlækkun á dufti kemur einkum iðnaðinum til góða, t.d. þeim aðilum sem stunda framleiðslu á matvörum þar sem mjólkurduft er notað.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Bændablaðið að verðlækkun á mjólkurduftinu komi innlendum matvælaiðnaði mjög vel. „Með þessari verðlækkun er verið að bæta samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem kjósa að nota innlent hráefni,“ segir hann. Um ástæður þess að hækkun á heildsöluverði var nauðsynleg nú sagði Sindri að frá síðustu verðhækkun hafi laun og launatengd gjöld hækkað um 12,8% í þjóðfélaginu. „Í raun var hækkunarþörfin meiri en nefndin ákvað að fara milliveginn að þessu sinni. Bændur verða líka að fá sínar launahækkanir eins og aðrir,“ segir Sindri og bætir því við að launahækkanir innan mjólkuriðnaðarins vegi þungt í rekstri mjólkursamlaga og óhjákvæmilegt sé að bregðast við því með verðhækkunum.

Vegin meðaltalshækkun á heildsöluverði á mjólk er 2,1%. Kostnaðurinn við lækkunina á duftinu skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.

Síðasta hækkun fyrir ári síðan
Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt búvörulögum. Hún er skipuð sex mönnum og ákveður lágmarksverð  mjólk til kúabænda og ákveðinna mjólkurvara í heildsölu. Fulltrúar í nefndinni eru frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, velferðarráðuneytinu og Bændasamtökum Íslands. Velferðarráðuneytið tilnefnir fulltrúa í nefndina sem áður komu frá launþegahreyfingunni.

Síðasta verðlagsákvörðun nefndarinnar var gerð á sama tíma fyrir ári síðan.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...