Handverk og hönnun í 12. sinn í Ráðhúsinu
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin í tólfta sinn dagana 6. til 10. nóvember síðastliðna.
Hér að neðan má sjá myndasafn frá sýningunni.
Alls var 51 þátttakandi í sýningunni að þessu sinni og spannaði handverkið og hönnunin nánast allt litrófið á þessu umfangsmikla sviði.
Sýningarnar hafa á þessum tíma tekist afar vel og hafa skapað sér sess í íslensku menningarlífi. Þær hafa verið fjölsóttar og vakið mikla athygli og eru sýnendur orðnir tæplega þrjú hundruð frá upphafi.
Á síðustu árum hafa ferðamenn sýnt sýningunni talsverðan áhuga.