Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum
Fréttir 1. október 2014

Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar birtust reglulega fréttir í fjölmiðlum um mikla birgðastöðu landbúnaðarafurða, þar með talið smjör-fjallið svokallaða. Þetta helgaðist af því að framleiðsla vissra landbúnaðarafurða var langt umfram innlenda eftirspurn. Bændur höfðu hag af því að framleiða sem mest þrátt fyrir að neytendur tækju ekki við. Innlend eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur hins vegar vaxið talsvert undanfarinn áratug á sama tíma og styrkjakerfi hins opinbera hefur miðað að því að koma jafnvægi á framleiðsluna. Innlend sala mjólkurafurða árið 2013 var rétt um 120 milljón lítra en innlend framleiðsla um 123 milljón lítra.

Í kjölfar þessarar aukningar hafa afurðastöðvar samið um að kaupa alla mjólk fram til ársloka 2016, einnig þá sem er umfram framleiðsluheimild, til að koma til móts við aukna sölu. Þeir samningar marka ákveðin tímamót í mjólkurframleiðslu Íslendinga, þar einna helst íslenska kvótakerfisins. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur framleiðsla bænda á mjólk aukist um 7% sem er met aukning á svo skömmum tíma. Við reiknum hins vegar með því að það muni hægja á vexti eftirspurnar hér innanlands á komandi árum og árlegur vöxtur verði að jafnaði um 1,5% fram til ársins 2022. Því til viðbótar kunna að vera áframhaldandi möguleikar í útflutningi mjólkurafurða.

Lesa má Greiningu Landsbankans á mjólkurframleiðslunni í heild hér.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...