Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum
Fréttir 1. október 2014

Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar birtust reglulega fréttir í fjölmiðlum um mikla birgðastöðu landbúnaðarafurða, þar með talið smjör-fjallið svokallaða. Þetta helgaðist af því að framleiðsla vissra landbúnaðarafurða var langt umfram innlenda eftirspurn. Bændur höfðu hag af því að framleiða sem mest þrátt fyrir að neytendur tækju ekki við. Innlend eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur hins vegar vaxið talsvert undanfarinn áratug á sama tíma og styrkjakerfi hins opinbera hefur miðað að því að koma jafnvægi á framleiðsluna. Innlend sala mjólkurafurða árið 2013 var rétt um 120 milljón lítra en innlend framleiðsla um 123 milljón lítra.

Í kjölfar þessarar aukningar hafa afurðastöðvar samið um að kaupa alla mjólk fram til ársloka 2016, einnig þá sem er umfram framleiðsluheimild, til að koma til móts við aukna sölu. Þeir samningar marka ákveðin tímamót í mjólkurframleiðslu Íslendinga, þar einna helst íslenska kvótakerfisins. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur framleiðsla bænda á mjólk aukist um 7% sem er met aukning á svo skömmum tíma. Við reiknum hins vegar með því að það muni hægja á vexti eftirspurnar hér innanlands á komandi árum og árlegur vöxtur verði að jafnaði um 1,5% fram til ársins 2022. Því til viðbótar kunna að vera áframhaldandi möguleikar í útflutningi mjólkurafurða.

Lesa má Greiningu Landsbankans á mjólkurframleiðslunni í heild hér.

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...