Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum
Fréttir 1. október 2014

Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar birtust reglulega fréttir í fjölmiðlum um mikla birgðastöðu landbúnaðarafurða, þar með talið smjör-fjallið svokallaða. Þetta helgaðist af því að framleiðsla vissra landbúnaðarafurða var langt umfram innlenda eftirspurn. Bændur höfðu hag af því að framleiða sem mest þrátt fyrir að neytendur tækju ekki við. Innlend eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur hins vegar vaxið talsvert undanfarinn áratug á sama tíma og styrkjakerfi hins opinbera hefur miðað að því að koma jafnvægi á framleiðsluna. Innlend sala mjólkurafurða árið 2013 var rétt um 120 milljón lítra en innlend framleiðsla um 123 milljón lítra.

Í kjölfar þessarar aukningar hafa afurðastöðvar samið um að kaupa alla mjólk fram til ársloka 2016, einnig þá sem er umfram framleiðsluheimild, til að koma til móts við aukna sölu. Þeir samningar marka ákveðin tímamót í mjólkurframleiðslu Íslendinga, þar einna helst íslenska kvótakerfisins. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur framleiðsla bænda á mjólk aukist um 7% sem er met aukning á svo skömmum tíma. Við reiknum hins vegar með því að það muni hægja á vexti eftirspurnar hér innanlands á komandi árum og árlegur vöxtur verði að jafnaði um 1,5% fram til ársins 2022. Því til viðbótar kunna að vera áframhaldandi möguleikar í útflutningi mjólkurafurða.

Lesa má Greiningu Landsbankans á mjólkurframleiðslunni í heild hér.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...