Guðni hættir hjá SAM
Guðni Ágústsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) á aðalfundi samtakanna í næstu viku.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Rögnvaldi Ólafssyni formanni stjórnar SAM að starfslok Guðna skýrist aðallega af aðhaldsaðgerðum hjá samtökunum. „Þannig er að rannsóknarstofustarfsemin og mjólkureftirlitið hefur hvort tveggja færst frá SAM og yfir til Mjólkursamsölunnar. […] Við álítum að kannski getum við sparað eitthvað með þessu,“ segir Rögnvaldur í samtali við blaðið.