Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grétar Grímsson frá Syðri-Reykjum með verðlaunin sín.
Grétar Grímsson frá Syðri-Reykjum með verðlaunin sín.
Mynd / MHH
Fréttir 5. september 2016

Gröfumeistari fjórða árið í röð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Þetta var gaman, ég er stoltur af sigrinum, það er gaman að halda verðlaununum í heimabyggð og ná að vinna keppnina fjórða árið í röð,“ segir Grétar Grímsson frá Syðri-Reykjum í Bláskógabyggð en hann sigraði glæsilega keppnina í gröfuleikum 2016 á sveitahátíðinni Tvær úr Tungunum laugardaginn 13. ágúst. 
 
Átta keppendur tóku þátt en hver keppandi fékk 1 mínútu til að leysa hverja þraut.  Byrjað var á því að skera gúrku niður í sneiðar á gröfunni, það gekk yfirleitt mjög vel. Næst var það að taka upp rör með skóflunni og raða þeim upp í pýramída, það var erfið þraut sem keppendum gekk illa með. Loks var það að taka upp bolta með skóflunni og setja hann ofan í mjólkurbrúsa. Nokkrir náðu einum bolta í brúsann en Grétar innsiglaði sigur sinn með því að ná tveimur bolta ofan í brúsann.
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...