Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi
Fréttir 20. ágúst 2014

Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Berjaspretta er mjög góð á Norður- og Austurlandi en minni á Vesturlandi, að sögn Sveins R. Haukssonar, læknis og áhugamanns um ber og berjatínslu.

„Berjatínsla er raunar hafin bæði fyrir norðan og austan og á það við um allar venjulegar tegundir sem flestir eru að sækjast eftir, eins og aðalbláber, bláber og krækiber.“

Þrátt fyrir að sprettan sé lakari á Vesturlandi en fyrir norðan og austan er samt víða ber að fá í nágrenni við höfuðborgina, eins og í Esjunni, í fjallendi uppi af Hvalfirði, í Svínadal og á Draghálsi. Ég ráðlegg fólki á Vesturlandi að bíða þar til um næstu mánaðamót með að fara í berjamó langi það að tína eitthvað að gagni.“

Sveinn segir að sólarleysið á Vesturlandi í sumar sé helsta ástæðan fyrir lakri berjasprettu í ár. „Berjaspretta fyrir sunnan og vestan var líka fremur léleg á síðasta ári. Maí á þessu ári var reyndar mjög góður og það er líklega helsta ástæða þess að þar vaxa á annað borð ber í ár. Þeim sem langar virkilega að komast í góð ber er því ráðlegast að fara austur eða norður og tína þar með öðrum sem tilheyra berjatínsluhreyfingunni.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...