Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi
Fréttir 20. ágúst 2014

Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Berjaspretta er mjög góð á Norður- og Austurlandi en minni á Vesturlandi, að sögn Sveins R. Haukssonar, læknis og áhugamanns um ber og berjatínslu.

„Berjatínsla er raunar hafin bæði fyrir norðan og austan og á það við um allar venjulegar tegundir sem flestir eru að sækjast eftir, eins og aðalbláber, bláber og krækiber.“

Þrátt fyrir að sprettan sé lakari á Vesturlandi en fyrir norðan og austan er samt víða ber að fá í nágrenni við höfuðborgina, eins og í Esjunni, í fjallendi uppi af Hvalfirði, í Svínadal og á Draghálsi. Ég ráðlegg fólki á Vesturlandi að bíða þar til um næstu mánaðamót með að fara í berjamó langi það að tína eitthvað að gagni.“

Sveinn segir að sólarleysið á Vesturlandi í sumar sé helsta ástæðan fyrir lakri berjasprettu í ár. „Berjaspretta fyrir sunnan og vestan var líka fremur léleg á síðasta ári. Maí á þessu ári var reyndar mjög góður og það er líklega helsta ástæða þess að þar vaxa á annað borð ber í ár. Þeim sem langar virkilega að komast í góð ber er því ráðlegast að fara austur eða norður og tína þar með öðrum sem tilheyra berjatínsluhreyfingunni.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...