Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi
Fréttir 20. ágúst 2014

Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Berjaspretta er mjög góð á Norður- og Austurlandi en minni á Vesturlandi, að sögn Sveins R. Haukssonar, læknis og áhugamanns um ber og berjatínslu.

„Berjatínsla er raunar hafin bæði fyrir norðan og austan og á það við um allar venjulegar tegundir sem flestir eru að sækjast eftir, eins og aðalbláber, bláber og krækiber.“

Þrátt fyrir að sprettan sé lakari á Vesturlandi en fyrir norðan og austan er samt víða ber að fá í nágrenni við höfuðborgina, eins og í Esjunni, í fjallendi uppi af Hvalfirði, í Svínadal og á Draghálsi. Ég ráðlegg fólki á Vesturlandi að bíða þar til um næstu mánaðamót með að fara í berjamó langi það að tína eitthvað að gagni.“

Sveinn segir að sólarleysið á Vesturlandi í sumar sé helsta ástæðan fyrir lakri berjasprettu í ár. „Berjaspretta fyrir sunnan og vestan var líka fremur léleg á síðasta ári. Maí á þessu ári var reyndar mjög góður og það er líklega helsta ástæða þess að þar vaxa á annað borð ber í ár. Þeim sem langar virkilega að komast í góð ber er því ráðlegast að fara austur eða norður og tína þar með öðrum sem tilheyra berjatínsluhreyfingunni.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...