Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015
Fréttir 12. desember 2014

Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen


Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um skógrækt, sem eru frá árinu 1955.

Gert er ráð fyrir að við gerð frumvarpsins verði m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um skógrækt, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinargerðinni lagði nefndin áherslu á tiltekna meginþætti, s.s. aukna útbreiðslu skóga og uppbyggingu skógarauðlindar, þróun skógarnytja til verðmætasköpunar, nýsköpun og byggðaþróun, aðgengi fólks að skógum og jákvæð áhrif þeirra á umhverfi mannsins og lýðheilsu. Sömuleiðis er áhersla lögð á  vistkerfisþjónustu skóga, þ.m.t. fyrir jarðvegsvernd, vatnsvernd og líffræðilega fjölbreytni, og þátt skógræktar í að stemma stigu við hnattrænum loftslagsbreytingum og aðlögun skóga að þeim. Nefndin taldi vernd þeirra skóga sem fyrir eru, ræktun nýrra skóga, endurheimt skógarvistkerfa og öflugt rannsókna- og þróunarstarf í þágu skógræktar vera forsendur fyrir árangri á ofantöldum sviðum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun njóta aðstoðar samráðsvettvangs við gerð frumvarpsins. Hann verður skipaður tveimur fulltrúum fyrri nefndar, og fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landverndar. Hlutverk vettvangsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um innihald og uppbyggingu nýs frumvarps, m.a. á grunni fyrirliggjandi vinnu.
Miðað er við að frumvarp til nýrra laga um skógrækt verði lagt fram á haustþingi 2015.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...