Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015
Fréttir 12. desember 2014

Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen


Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um skógrækt, sem eru frá árinu 1955.

Gert er ráð fyrir að við gerð frumvarpsins verði m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um skógrækt, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinargerðinni lagði nefndin áherslu á tiltekna meginþætti, s.s. aukna útbreiðslu skóga og uppbyggingu skógarauðlindar, þróun skógarnytja til verðmætasköpunar, nýsköpun og byggðaþróun, aðgengi fólks að skógum og jákvæð áhrif þeirra á umhverfi mannsins og lýðheilsu. Sömuleiðis er áhersla lögð á  vistkerfisþjónustu skóga, þ.m.t. fyrir jarðvegsvernd, vatnsvernd og líffræðilega fjölbreytni, og þátt skógræktar í að stemma stigu við hnattrænum loftslagsbreytingum og aðlögun skóga að þeim. Nefndin taldi vernd þeirra skóga sem fyrir eru, ræktun nýrra skóga, endurheimt skógarvistkerfa og öflugt rannsókna- og þróunarstarf í þágu skógræktar vera forsendur fyrir árangri á ofantöldum sviðum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun njóta aðstoðar samráðsvettvangs við gerð frumvarpsins. Hann verður skipaður tveimur fulltrúum fyrri nefndar, og fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landverndar. Hlutverk vettvangsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um innihald og uppbyggingu nýs frumvarps, m.a. á grunni fyrirliggjandi vinnu.
Miðað er við að frumvarp til nýrra laga um skógrækt verði lagt fram á haustþingi 2015.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...