Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. apríl 2020

Stórátak í að eyða einbreiðum brúm um allt land

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur ákveðið með sínu fólki í ríkisstjórn að á þessu ári muni hefjast verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm.

Ætlunin er að verja aukalega 3.300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5.200 milljónum á næstu tveimur árum. Alls verða til um 140 ársverk vegna átaksins.

Elsta einbreiða brúin á hringveginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul.

Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðaustur­vegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálkna­firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núps­vötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hruna­manna­vegi, og Skjálfanda­fljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goða­foss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá, Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfa­sveit og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð. 

Skylt efni: einbreiðar brýr | brýr

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...