Mynd/MHH Herdís Friðriksdóttir í Reykholti er göngustjóri og miðlar sínum fróðleik um þorpið og starfsemina í því til gesta göngunnar.
Fréttir 14. júlí 2020

„Sælkerarölt um Reykholt“ hefur slegið í gegn í sumar

MHH
„Sælkerarölt um Reykholt“ er nafn á göngu, sem er farin á hverjum föstudegi í sumar klukk­an 11.00 í Reykholti í Biskups­tungum í Bláskógabyggð.
 
Gangan, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, hefur slegið í gegn þá föstudaga, sem hefur verið farið en á milli 40 og 50 manns hafa sótt hverja göngu. Í göngunum býðst gestum að kynnast Reykholti betur og öllu því sem þorpið hefur upp á að bjóða. Stoppað er á ýmsum stöðum, sagt frá sögu og sérkennum Reykholts, bragðað á alls kyns vellystingum og gestum boðið að kaupa sér góðgæti til að njóta þegar heim er komið.
 
Gangan er auðveld, og hentar því öllum aldurshópum, hún kostar ekki neitt en gestir þurfa þó að skrá sig fyrirfram með því að hafa samband í gegnum fridheimar@fridheimar.is