Fréttir 16. mars 2020

Nýtt hlaðvarp: Snorri Sigurðsson deilir reynslu sinni af COVID-19 í Kína

Ritstjórn

Snorri Sigurðsson er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur. Hann er nú búsettur í Kína og starfar þar sem framkvæmdastjóri hjá mjólkurfyrirtækinu Arla Foods í Peking. Á dögunum skrifaði Snorri áhugaverðan pistil á Facebooksíðu sína um þá reynslu að sitja í sóttkví í 42 daga meðan versta útbreiðslan á COVID-19 veirunni gekk yfir. Bændablaðið sló á þráðinn til Snorra og spurði hann meðal annars hvað Vesturlandabúar gætu lært af Kínverjum til þess að verjast þessum óboðna gesti, sem COVID-19 er.

Hann segir að afurðaverð hafi lækkað hratt til bænda eftir að COVID-fárið brast á. Snorri ráðleggur íslenskum bændum að hafa smitgát í hávegum. 

Viðtalið við Snorra má hlýða á í öllum helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér undir.