Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fréttatilkynning frá starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 7. október 2014

Fréttatilkynning frá starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands mótmælir skefjalausum niðurskurði á starfi LbhÍ og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að taka til alvarlegar skoðunar þá fordæmalausu stöðu sem stofnunin hefur verið sett í. 

Frá stofnun skólans árið 2005, með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, hefur starfsfólki fækkað um helming þrátt fyrir fyrirheit um uppbyggingu.

Ekki sér fyrir endann á niðurskurði og uppsögnum starfsfólks með óvæntum niðurskurði á framlögum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um 18 milljónir, til viðbótar við harða endurgreiðslukröfu Alþingis og mennta – og   menningarmálaráðuneytis. Sú fjölbreytta starfsemi á sviði menntunar og rannsókna á íslenskri náttúru, matvælaframleiðslu og fjölbreyttri nýtingu náttúruauðlinda sem fram fer við skólann á því verulega undir högg að sækja. Kæru ráðamenn þjóðarinnar: Nú er nóg komið.

Starfsfólk LbhÍ

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...