Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framleiða vörur í samkeppni við innflutninginn
Fréttir 13. október 2014

Framleiða vörur í samkeppni við innflutninginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Við erum á lokametrunum og allt að verða tilbúið og ég á því ekki von á öðru en að framleiðsla hefjist innan nokkurra vikna,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, og bætir við að vinnsla sé eðlilegt framhald af starfsemi fyrirtækisins.

„Vinnslan er staðsett á Kjalarnesi og tilkoma hennar gerir okkur kleift að framleiða fjölbreyttar svínakjötsafurðir, s.s. þurrpylsur, skinku og beikon í samræmi við kröfur neytenda. Þetta gerir okkur betur í stakk búna til að keppa við sívaxandi innflutning með því að vera nær neytendum með okkar vörur  en við erum í dag.“

Talsverðar birgðir

„Innflutningur á svínakjöti er mikill og það hefur haft í för með sér heftan aðgang að markaði fyrir innlenda framleiðslu. Afleiðing þess er að innlendir framleiðendur hafa oft setið uppi með talsverðar birgðir  á sama tíma og það er verið að flytja inn kjöt sem er unnið hér. Ástæðan fyrir þessu er væntanlega sú að innflytjendurnir eru að fá kjöt ódýrara erlendis frá af mismunandi gæðum og aldri þrátt fyrir að útsöluverðið sé svipað og á íslensku kjöti. Verðmunurinn er því ekki að skila sér til neytenda þrátt fyrir hávært tal ákveðinna hagsmunaaðila um að innflutningur á kjöti, hvaða nafni sem það nefnist, komi til með að lækka verð,“ segir Geir. Reynsla er komin á það hér og er það í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum.

Keppni í gæðum og verði

„Ég er sannfærður um að innlend framleiðsla skarar fram úr hvað gæði varðar sem og eigum við að geta haldið áfram að framleiða á hagkvæmu verði eins og við höfum reyndar gert í áraraðir. Neytendur eiga að geta treyst uppruna vörunnar og gæðum en einnig að lögð sé áhersla á sjálfbærni, dýravelferð og heilnæmi afurða.


Til að byrja með er vinnsla hugsuð fyrir afurðum frá Stjörnugrís og okkar innleggjendum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, einn af eigendum Stjörnugríss.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...